Innlent

Meiri starfsánægja á Landspítalanum

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans.
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Mynd/Pjetur

Starfsánægja og starfsandi á Landspítalanum mælist heldur meiri og betri en árið 2006. Þá hefur streita aukast en að sama skapi telur starfsfólk spítalans að vinnuálag hafi nær haldist óbreytt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í pistli Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, á heimsíðu spítalans. Þar fjallar Björn um fyrstu niðurstöður í nýafstaðinni könnun á starfsumhverfi.

Björn segir þátttöku starfsmanna í könnuninni afar góða eða tæplega 60%. Þetta sé mun betri þátttaka en í fyrri könnunum.

Björn segir Landspítalann leggja metnað sinn í að starfsfólk sé ánægt í starfi. „Þá skiptir okkur miklu að vinnuálag og streita fari ekki fram úr hófi. Þessar tölur sýna að þrátt fyrir allt sem gengið hefur á höldum við sjó og eigum afar öflugt starfsfólk, bæði stefnufast og umhyggjusamt."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×