Innlent

Almannavarnir meta stöðuna

„Á fundinum förum yfir stöðina og reynum að taka ákvörðun um framhaldið og hvernig við högum okkar málum í nótt," segir Kjartan.
„Á fundinum förum yfir stöðina og reynum að taka ákvörðun um framhaldið og hvernig við högum okkar málum í nótt," segir Kjartan.
Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, segir að almannavarnir og vísindamenn muni á símafundi klukkan fimm fara yfir stöðuna og taka ákvörðun um framhald rýmingar á svæðinu. Um 700 manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna gossins í nótt, en það er svipað og þegar gos hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn.

„Á fundinum förum yfir stöðina og reynum að taka ákvörðun um framhaldið og hvernig við högum okkar málum í nótt," segir Kjartan.

Fyrr í dag var bændum leyft að fara tímabundið heim til sín að sinna skepnum sínum. „Það er mikilvægt að þeir fái tíma til að sinna búpeningnum. Við erum með símanúmer hjá þeim ef ástandið breytist skyndilega," segir Kjartan.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×