Erlent

Sósíalistar fengu gott fylgi

Forsætisráðherra Grikklands hafði hótað því að boða til þingkosninga. nordicphotos/AFP
Forsætisráðherra Grikklands hafði hótað því að boða til þingkosninga. nordicphotos/AFP
Frambjóðendum Sósíalistaflokksins í sveitarstjórnarkosningum á Grikklandi í gær virtist ætla að ganga vel, ef marka má fyrstu tölur. Þar með minnka likur á því að George Papandreou forsætisráðherra boði til þingkosninga.

Papandreou, sem er leiðtogi Sósíalistaflokksins, hafði fyrir kosningarnar sagst nauðbeygður til að boða til þingkosninga ef stjórnin fengi ekki góðan stuðning í sveitarstjórnarkosningunum.

Stjórnin hefur staðið í ströngum sparnaðaraðgerðum, sem bitnað hafa illa á almenningi í Grikklandi, til að draga úr fjárlagahalla og bæta skuldastöðu ríkisins.

Grikkir hafa reglulega efnt til mótmæla gegn þessum sparnaðaraðgerðum, en kosningarnar í gær gefa vísbendingu um það hvort fólk er almennt tilbúið til að láta Sósíalistaflokkinn sinna þessu starfi áfram.

Samkvæmt fyrstu tölum höfðu sjö af þrettán frambjóðendum flokksins góðar líkur á að ná sigri. Ekki var þó vitað hver endanleg viðbrögð Papandreous yrðu.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×