Fótbolti

Ruud Gullit: Wesley Sneijder verður leikmaður mótsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wesley Sneijder.
Wesley Sneijder. Mynd/AP
Ruud Gullit, fyrrum fyrirliði hollenska landsliðsins, er sannfærður um að Wesley Sneijder verði stjarna heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afríku sem er að hefjast í dag.

Sneijder átti frábært tímabil með Internazionale Milan sem vann þrennuna á síðasta tímabili en Gullit telur að landi sinn geti leitt hollenska landsliðið á HM.

„Hollenska landsliðið getur náð langt ef þeir spila eins og þeir kunna best. Þeir eru með sérstakan leikmann í Sneijder. Hann er með einstakan fótboltaheila og verður stjarna keppninnar," sagði Gullit við La Gazzetta dello Sport.

„Wesley hefur alltaf verið stórkostlegur leikmaður. Florentino Perez gerði mistök með því að selja hann til Inter og hann gerði önnur mistök með því að losa sig við Arjen Robben. Perez veit þetta best sjálfur og sér eftir þessu. Hvernig er hægt að selja svona leikmenn," spyr Ruud Gullit.

„Þetta verður frábær heimsmeistarakeppni og Spánverjar eru sigurstranglegastir," sagði Gullit að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×