Innlent

Sjálfstæðar stofnanir eiga að vera lausar við pólitík

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir.
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir.

Þingmenn að norðan beittu sér fyrir því að samið yrði um bætur til hjónanna á meðferðarheimilinu Árbót. Samningaviðræður um það hófust þremur mánuðum fyrr en stjórnvöld hafa fullyrt að því fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Stjórnsýslufræðingur segir að stofnanir á borð við Barnaverndarstofu eiga að vera sjálfstæðar undan pólitík.

Eins og greint var frá í gær sýna gögn að félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilis í Þingeyjarsýslu 30 milljónir í bætur eftir að loka þurfti heimilinu eftir að aðsókn þanngað hrundi eftir að þar komu upp alvarleg kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum.

Barnaverndarstofa sagði upp samningnum við heimilið og taldi skýrt að uppsagnarfresturinn væri sex mánuðir og því bæri ekki að greiða bætur umfram þann tíma. Ráðherrarnir töldu hins vegar að bæturnar ættu að vera hærri og hunsuðu tilmæli forstjóra Barnaverndarstofu um að láta ríkislögmann kanna hvort ríkið þyrfti í raun að greiða bætur.

Í gögnum sem birt eru í Fréttablaðinu í dag kemur svo fram að þingmenn kjördæmisins hafa beitt sér mjög fyrir því að samið sé við hjónin sem ráku Árbót um bætur. Í bréfi sem Kristján Þór Júlíusson þingmaður sjáflstæðsflokksins sendir á póstlista þingmanna kjördæmisins segir meðal annars að hann treysti því að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherrra komi þessu máli í höfn fyrir hjónin.

Í þættinum Í bítið á Bylgjunni var í morgun rætt við Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðing.

Hún segir stofnanir eins og Barnaverndarstofu eiga að vera sjálfstæðar undan pólitík og trúverðugleiki þeirra yfir allan vafa hafinn. Hins vegar geti hún ekki séð annað en í þessu máli blasi pólitísk inngrip við.

Sigurbjörg segir að forstjóri Barnaverndarstofu hafi átt að hafa umboð í málinu en stjórnmálamenn hafi ekki hlustað á hann. Vinnubrögð sem þessi grafa undan stjórnsýslunni og sýna aðilum á markaði hægt sé að kippa í spotta og farið á svig við samninga.

Hún segir að þar sem meðferðaheimilið hafi verið rekið af einkaaðilum þyki henni eðilegt að þeir kaupi sér trygginginu. Ríkið eigi ekki að taka þann skaða í það minnsta liggi ekkert álit frá ríkislögmanni fyrir um það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×