Erlent

Flugumferð enn í molum vegna gossins

Í gær var fimm þúsund flugferðum aflýst í gær vegna gossins.
Í gær var fimm þúsund flugferðum aflýst í gær vegna gossins. MYND/AP

Hundruð þúsunda farþega hafa orðið að fresta eða aflýsa ferðum sína víðsvegar um Norður Evrópu og í gær var fimm þúsund flugferðum aflýst í gær vegna gossins.

Vandræðin halda áfram í dag en lofthelgi Englands verður lokuð að minnsta kosti til miðnættis að íslenskum tíma breytist aðstæður ekki til hins betra. Þó er vonast til að hægt verði að fljúga eitthvað innanlands í Skotlandi og á Írlandi seinnipartinn auk þess sem fimm vélar hafa þegar flogið frá Skotlandi og til Bandaríkjanna í morgun. Níu evrópuríki lokuðu lofthelgi sinni í gæ, Bretland, Írland, Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Belgíu og Holland. Auk þessa þurfti að loka 24 flugvöllum í norður Frakklandi, þar á meðal de Gaulle vellinum í París og Þjóðverjar lokuðu völlunum í Berlín og Hamborg og í Frankfurt.

Í Danmörku hefur verið tekin ákvörðun um að loka lofthelginni til miðnættis að íslenskum tíma. Í Noregi eru menn að meta stöðuna og í Svíþjóð er ólíklegt að nokkrar vélar hefji sig á loft þó búist sé við því að hluti lofthelginnar í Norður svíþjóð verði opnaður þegar líða tekur á daginn.

Í gærkvöldi bjuggust flugmálayfirvöld Í bandaríkjunum við því að minnsta kosti helmingi flugferða á milli Bandaríkjanna og Evrópu yrði að aflýsa í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×