„Ég var á miðju kafi við mjaltir þegar aðvörun barst í gemsann,“ segir Hafsteinn Jónsson. Hann var staddur í fjöldahjálparstöðinni í Hvolsskóla um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Hann var strax farinn að búa sig til farar aftur heim í Akurey í Vestur-Landeyjum.
Hafsteinn og fjölskylda hans taka hamförunum með ró. „Maður er við þessu búinn. Auðvitað væri betra að þurfa ekki alltaf að yfirgefa bæ að kvöldi eða nóttu,“ segir Hafsteinn.
Hann sagðist ekki koma til með að notfæra sér áfallahjálp Rauða krossins í Hvolsskóla. „Kannski seinna, þegar ég hef tíma. Einmitt núna verð ég að drífa mig aftur í mjaltir, ég á tuttugu kýr eftir.“ - eb