Icelandair hefur tilkynnt að flug félagsins til London, Kaupmannahafnar, Stokkhólms og Amsterdam í fyrramálið, að morgni 17. apríl, verði seinkað til klukkan 12.00 á hádegi að íslenskum tíma.
Jafnframt er flugi til Íslands frá þessum borgum seinkað. Flugi til Osló er seinkað til kl. 10.00 í fyrramálið, en flug til Manchester/Glasgow er samkvæmt áætlun.
Sérstök athygli er vakin á því að breytingar geta orðið með stuttum fyrirvara verði heimildir veittar til flugs eða af öðrum orsökum, og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum, komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum og upplýsingum á icelandair.is áður en farið er til Keflavíkurflugvallar.