Allir setja á sig öndunargrímur áður en þeir fara út úr húsi. Öskunni rignir og börnin leika sér í henni líkt og snjó. Heimsendalegur raunveruleiki sem jafnan hefur þótt órafjarri.
Nú líta íbúar Evrópu jafnt og Íslands til himins og lesa um hörmungar fyrri alda í kjölfar eldgosa líkt og í Eyjafjallajökli.

Árið 2003 gerði Sigurrós þetta myndband við fyrsta lagið á svigaplötunni. Það var lengi ónefnt eins og öll lög plötunnar en fékk seinna nafnið Vaka. Ítalski leikstjórinn Floria Sigismondi stýrði myndbandinu sem vakti mikla athygli um allan heim.
Það var seinna valið besta myndband ársins á verðlaunahátíð MTV í Evrópu.