Inter Milan vann 2-0 sigur á Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og komust þar með aftur á topp deildarinnar. Inter hefur nú tveimur stigum meira en Roma sem á leik inni um helgina en Roma tók toppsætið af Inter í síðustu umferð.
Maicon skoraði fyrra mark Inter á 75. mínútu en Samuel Eto'o innsiglaði síðan sigurinn á 90. mínútu eftir sendingu frá Sulley Ali Muntari.
Juventus lék manni færri frá 37. mínútu leiksins þegar Mohamed Sissoko fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Tíu menn Juventus héldu ekki út á móti Inter
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn


Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn