Fótbolti

Suður-Afrískt blað notar Green í atvinnuauglýsingunum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Auglýsingin.
Auglýsingin. Twitter
"Hættur í boltanum? Náðu nýjum mörkum með einu af hundruðum annarra starfa sem í boði eru."

Svona hljómar auglýsing framan á atvinnublaðadálki í Times blaðinu í Suður-Afríku. Með henni er mynd af Robert Green.

Þar er kappanum sagt að fá sér nýja vinnu eftir að mistök hans kostuðu England sigurinn gegn Bandaríkjunum.

Green er þó líklega ekki í leit að nýrri vinnu, hann þarf að vera í hlutverki varamarkmanns í næsta leik Englands.

Auglýsingin hljómar svona á ensku: "Off the Ball? Achieve new goals by getting one of hundreds of other jobs available."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×