Innlent

Eigandi Draumsins í gæsluvarðhald

Draumurinn er við Rauðarárstíg
Draumurinn er við Rauðarárstíg

Eigandi söluturnsins Draumsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald en lögregla gerði húsleitir í versluninni og á heimilum eigandans og sonar hans. Þá var einnig leitað á tveimur öðrum heimilum. Töluvert fannst af lyfseðilsskyldum lyfjum í húsleitunum en lengi hefur sú saga gengið að í Draumnum sé hægt að kaupa lyf á borð við rítalín.

Fréttastofa Stöðvar 2 sannreyndi það raunar í janúar á þessu ári. Í húsleitunum mun einnig hafa verið gert upptækt töluvert magn af ólöglegu munntóbaki auk þess sem lögregla fann milljónir króna í reiðufé. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir eigandanum og syni hans en héraðsdómur féllst aðeins á beiðnina í tilfelli eigandans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×