Viðskipti innlent

Til áréttingar vegna Icesave fréttar

Sigríður Mogensen skrifar
Ragnar Hall
Ragnar Hall
Vegna fréttar okkar í gær um forgangsrétt á greiðslum úr þrotabúi Landsbankans skal árétta að Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, benti á galla á eldra Icesave samkomulagi sem skrifað var undir í júní 2009.

Ragnar Hall taldi að íslenska ríkið, þ.e.a.s. innistæðutryggingasjóðurinn, ætti að njóta hærri forgangs en Bretar og Hollendingar samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Málið varðar mikla fjárhagslega hagsmuni fyrir Íslendinga, en það þótti einn stærsti gallinn á Svavarssamningunum að samið var um að breska og hollenska ríkið nytu sama forgangs og það íslenska við greiðslur úr þrotabúinu. Var talið að þarna gæti munað um 100 milljarða í vaxtakostnað fyrir Íslendinga.

Ragnar Hall gagnrýndi þetta og varð þetta einn af efnahagslegum fyrirvörum sem Alþingi samþykkti í ágúst í fyrra.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×