Fótbolti

Mascherano lærir ítölsku: Á leið frá Liverpool til Inter

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mascherano í leik Argentínu og Nígeríu.
Mascherano í leik Argentínu og Nígeríu. AFP
Javier Mascherano er byrjaður að læra ítölsku. Er það skýrt merki um að hann ætli að fylgja Rafael Benítez frá Liverpool til Inter, eins og búist var við.

Vitað var að Mascherano myndi líklega fylgja Benítez hvert sem hann færi og því koma tíðindin ekki á óvart.

"Ég er að læra ítölsku á meðan ég er hérna í Suður-Afríku," sagði fyrirliði Argentínu sem metinn er á um 20-25 milljónir punda.

"Ég veit ekki hvað gerist eftir mótið. Þetta kemur í ljós," sagði Mascherano sem átti ekkert sérstakt tímabil fyrir Liverpool á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×