Hæstiréttur dæmdi rangt í launamálum 14. júní 2010 02:00 Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins er ekki hægt að skilja gamlar launaskuldbindingar eftir á gamalli kennitölu, þegar nýtt fyrirtæki er stofnað. fréttablaðið/valli Eftirlitsstofnun EFTA hefur úrskurðað að dómur Hæstaréttar, frá árinu 2004, um launaskuldbindingar sem fylgdu ekki til nýs eigenda Fréttablaðsins, hafi brotið í bága við tilskipun Evrópusambandsins. Málið gæti endað fyrir EFTA-dómstólnum. Málið snerist um vangoldin laun blaðamanna Fréttablaðsins árið 2002. Eigandi þess var þá Fréttablaðið ehf. en Frétt ehf. tók yfir rekstur fyrirtækisins, ásamt skrifstofu, tækjum og tólum. Nýja félagið tók yfir launaskuldir blaðbera en ekki blaðamanna. Einn blaðamaður kærði það til héraðsdóms og þaðan fór málið til Hæstaréttar, sem dæmdi á þá leið að nýja félagið þyrfti ekki að taka yfir eldri launaskuldbindingar. Eftirlitsstofnun EFTA telur þetta brjóta í bága við tilskipun Evrópusambandsins frá 2001, en þar er réttur launafólks tryggður í yfirtökum eða sölu fyrirtækja. Um rökstutt álit Eftirlitsstofnunarinnar er að ræða og þarf að bregðast við því hérlendis. Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir að það verði aðeins gert með lagabreytingu, stjórnvöld geti ekki sagt Hæstarétti fyrir, aðeins breytt lagaumgjörð. Stefán segir að sér sýnist, við fljótlega yfirferð, að dómur Hæstaréttar sé hreinlega rangur. Tilskipunin sé til að vernda launþegann. „Menn geta ekki breytt um fyrirkomulag á fyrirtæki og þannig komið sér undan að greiða launaskuldir. Það gildir það sama um þær og framtíðarvinnulaun,“ segir Stefán. Þær eigi þannig að fylgja með til nýs eigenda. Stefán segir að ef ekki verði brugðist við álitinu hérlendis verði höfðað mál á hendur Íslandi fyrir dómstóli EFTA. Skilaboðin séu skýr; dómurinn feli í sér ranga túlkun og tilskipunin hafi ekki verið innleidd í íslensk lög með þeim hætti sem bar. Starfsmenn fyrirtækisins fengu launaskuldir sínar að hluta greiddar úr Ábyrgðarsjóði launa. Stefán segir óljóst hvort álit eftirlitsstofnunarinnar hafi skaðabótaskyldu í för með sér. Frétt ehf. beri að greiða þessar skuldbindingar, verði fullreynt með það gæti mögulega skapast skaðabótaskylda á ríkið, þar sem ranglega skýrður dómur var orsök þess að launin voru ekki greidd. kolbeinn@frettabladid.is stefán már stefánsson Tengdar fréttir Breið samstaða náðist Samstaða hefur náðst á Alþingi um afgreiðslu frumvarps um stjórnlagaþing. Forsenda hennar voru breytingartillögur allsherjarnefndar og búist er við að frumvarpið verði samþykkt á næstu dögum. 14. júní 2010 05:30 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA hefur úrskurðað að dómur Hæstaréttar, frá árinu 2004, um launaskuldbindingar sem fylgdu ekki til nýs eigenda Fréttablaðsins, hafi brotið í bága við tilskipun Evrópusambandsins. Málið gæti endað fyrir EFTA-dómstólnum. Málið snerist um vangoldin laun blaðamanna Fréttablaðsins árið 2002. Eigandi þess var þá Fréttablaðið ehf. en Frétt ehf. tók yfir rekstur fyrirtækisins, ásamt skrifstofu, tækjum og tólum. Nýja félagið tók yfir launaskuldir blaðbera en ekki blaðamanna. Einn blaðamaður kærði það til héraðsdóms og þaðan fór málið til Hæstaréttar, sem dæmdi á þá leið að nýja félagið þyrfti ekki að taka yfir eldri launaskuldbindingar. Eftirlitsstofnun EFTA telur þetta brjóta í bága við tilskipun Evrópusambandsins frá 2001, en þar er réttur launafólks tryggður í yfirtökum eða sölu fyrirtækja. Um rökstutt álit Eftirlitsstofnunarinnar er að ræða og þarf að bregðast við því hérlendis. Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir að það verði aðeins gert með lagabreytingu, stjórnvöld geti ekki sagt Hæstarétti fyrir, aðeins breytt lagaumgjörð. Stefán segir að sér sýnist, við fljótlega yfirferð, að dómur Hæstaréttar sé hreinlega rangur. Tilskipunin sé til að vernda launþegann. „Menn geta ekki breytt um fyrirkomulag á fyrirtæki og þannig komið sér undan að greiða launaskuldir. Það gildir það sama um þær og framtíðarvinnulaun,“ segir Stefán. Þær eigi þannig að fylgja með til nýs eigenda. Stefán segir að ef ekki verði brugðist við álitinu hérlendis verði höfðað mál á hendur Íslandi fyrir dómstóli EFTA. Skilaboðin séu skýr; dómurinn feli í sér ranga túlkun og tilskipunin hafi ekki verið innleidd í íslensk lög með þeim hætti sem bar. Starfsmenn fyrirtækisins fengu launaskuldir sínar að hluta greiddar úr Ábyrgðarsjóði launa. Stefán segir óljóst hvort álit eftirlitsstofnunarinnar hafi skaðabótaskyldu í för með sér. Frétt ehf. beri að greiða þessar skuldbindingar, verði fullreynt með það gæti mögulega skapast skaðabótaskylda á ríkið, þar sem ranglega skýrður dómur var orsök þess að launin voru ekki greidd. kolbeinn@frettabladid.is stefán már stefánsson
Tengdar fréttir Breið samstaða náðist Samstaða hefur náðst á Alþingi um afgreiðslu frumvarps um stjórnlagaþing. Forsenda hennar voru breytingartillögur allsherjarnefndar og búist er við að frumvarpið verði samþykkt á næstu dögum. 14. júní 2010 05:30 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Breið samstaða náðist Samstaða hefur náðst á Alþingi um afgreiðslu frumvarps um stjórnlagaþing. Forsenda hennar voru breytingartillögur allsherjarnefndar og búist er við að frumvarpið verði samþykkt á næstu dögum. 14. júní 2010 05:30