Fótbolti

Nani meiddur og missir af HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nani í leik með portúgalska landsliðinu fyrir rúmri viku síðan.
Nani í leik með portúgalska landsliðinu fyrir rúmri viku síðan. Nordic Photos / AFP

Landslið Portúgals varð fyrir áfalli í dag er það fékkst staðfest að Nani, leikmaður Manchester United, verður ekki með á HM í Suður-Afríku sem hefst á föstudaginn.

„Eftir rannsóknir höfum við komist að þeirri niðurstöðu að hann getur ekki tekið þátt í heimsmeistarakeppninni," sagði í yfirlýsingu frá portúgalska landsliðinu.

Hann hlaut meiðsli á öxl á æfingu portúgalska landsliðsins í Lissabon á föstudaginn en í fyrstu var talið að meiðslin væru ekki alvarleg. Annað kom á daginn.

Portúgal er í riðli með Brasilíu, Fílabeinsströndinni og Norður-Kóreu á HM.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×