Innlent

Össur segir uppsögn Þórhalls vera siðlausa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir uppsögn Þórhalls vera siðlausa. Mynd/ GVA.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir uppsögn Þórhalls vera siðlausa. Mynd/ GVA.
Össur Skarphéðinsson segir að sér finnist það forkastanlegt að fréttamanni Ríkisútvarpsins sé sagt upp störfu vegna þess að hann skrifaði samtalsbók við fyrrverandi stjórnmálamann. Þetta sagði Össur á þingfundi í dag.

Það var Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem vakti athygli á málinu og sagði að fréttamaðurinn hefði ekki fengið neitt tækifæri til málsvarna. Guðlaugur sagði að fréttamaðurinn, sem er Þórhallur Jósepsson, hafi ekkert fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis, Landsdóm eða Árna Mathiesen. Bókin er samtalsbók við Árna eins og fram hefur komið.

„Starfsmenn ríkisins hljóta, rétt eins og allir aðrir, að hafa rétt til þess að tjá skoðanir sínar eigin skoðanir í gegnum bók með þessum hætti," sagði Össur. „Ég tel að þetta hljóti að vera handan við það sem rétt er og siðlegt, án þess að ég þori að fullyrða að það sé löglaust. En mér finnst ekki að opinber stofnun eigi að haga sér með þessum hætti," segir Össur.

Össur sagðist telja að bók Árna hljóti að varpa fróðlegu sjónarhorni á mjög þungvæga atburðarrás í sögu þjóðarinnar. „Mér finnst það sjálfsagt að fyrrverandi stjórnmálamaður sem var þátttakandi i þessari atburðarrás skrifi bók um það, leggi hana fyrir þjóðina til að skýra þetta mál og fráleitt að meina fréttamanni að taka þátt í því," sagði Össur.




Tengdar fréttir

Gera ekki athugasemd við uppsögn Þórhalls

Félag fréttamanna á RÚV gerir ekki athugasemdir við ástæður brottvikningar Þórhalls Jósepssonar fréttamanns. Þórhalli var sagt upp störfum í fyrradag og er ástæðan sú að hann vann við ritun bókar sem fjallar um ráðherraferil Árna Mathiesen og aðdragandann að hruninu.

Rekinn eftir áratug á RÚV

Fréttamanninum Þórhalli Jósepssyni hefur verið vikið úr starfi á Rúv. Þórhallur skrifaði ævisögu Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og fékk uppsagnarbréf að launum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×