Innlent

Jussanam fékk styrk frá StRv

Jussanam Da Silva hefur fengið styrk frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar sem auðveldar henni lífsbaráttuna þennan mánuðinn. Jussanam bíður enn svars dóms- og mannréttindaráðuneytisins um hvort hún fær hér atvinnuleyfi.

Jussanam starfaði sem frístundaleiðbeinandi hjá Hlíðaskjóli sem heyrir undir Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur og greiddi hún því sín stéttarfélagsgjöld til Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar þar til hún var rekin þaðan vegna skorts á atvinnuleyfi. Styrknum fékk hún úthlutað úr styrktarsjóði félagsins eftir að ráðgjafi hafði bent henni á þann möguleika að sækja þar um.

„Þetta kemur sér virkilega vel fyrir mig einmitt núna. Ég er mjög þakklát," segir Jussanam.

Jussanam flutti hingað til lands frá Brasilíu fyrir rúmum tveimur árum ásamt eiginmanni sínum sem er íslenskur ríkisborgari.

Þau skildu að borði og sæng í apríl á þessu ári en ekki hefur verið gengið frá lögskilnaði. Í kjölfarið sótti Jussanam um atvinnuleyfi sem var synjað. Sú ákvörðun var kærð til dóms- og mannréttindaáðuneytisins í síðasta mánuði.

Búist er við niðurstöðu ráðuneytis innan tveggja mánaða.

Jussanam, sem einnig er söngkona, hefur meðal annars sungið á styrktartónleikum til að hafa í sig og á eftir að henni var sagt upp á frístundaheimilinu. Hún segist ekki vita hvort hún á rétt á frekari styrkjum frá StRv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×