Innlent

Dýrt að flytja Landhelgisgæsluna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forstjóra Landhelgisgæslunnar líst vel á að fjárhagslegur grundvöllur fyrir flutningi Gæslunnar verði kannaður.
Forstjóra Landhelgisgæslunnar líst vel á að fjárhagslegur grundvöllur fyrir flutningi Gæslunnar verði kannaður.
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, gerir ráð fyrir því að það verði kostnaðarsamt að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar á Miðnesheiði. Honum líst vel á að fjárhagslegur grunnur fyrir flutningi verði kannaður. Flutningur Landhelgisgæslunnar á Miðnesheiði er á meðal þeirra verkefna sem ríkisstjórnin nefndi í gær að mögulegt væri að vinna að til þess að efla atvinnulíf á Suðurnesjum.

Aðspurður segist Georg ekki hafa fengið neinar upplýsingar frá ríkisstjórninni um málið, aðrar en þær sem fram hafi komið í fjölmiðlum. Hann geri ráð fyrir að framkvæmdin sé kostnaðarsöm. „Við gerum jafnframt ráð fyrir að þetta sé partur af einhverskonar könnun á því hvort að rétt sé að Landhelgisgæslan taki að sér einhver þau verkefni sem ekki verða lögð af við niðurlagningu Varnarmálastofnunar," segir Georg.

Hann segir að helsti kostnaðaraukinn muni felast í því að breyta þyrfti vaktafyrirkomulagi. Þá fylgi Landhelgisgæslunni flókinn tækjabúnaður sem þyrfti að bæta í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×