Innlent

Jón Gnarr hætti að hugsa um Bláfjallalokun

MYND/Alex

Stjórn Skíðaráðs Reykjavíkur skorar á Jón Gnarr, borgarstjóra í Reykjavík að leggja til hliðar hugmyndir um að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í sparnaðarskyni.

Í yfirlýsingu frá Skíðaráðinu segir að stjórn ráðsins hafi undanfarnar vikur átt fundi með fulltrúum borgarinnar um áform um uppbyggingu á skíðasvæðunum, meðal annars með snjóframleiðslu, til að fjölga skíðadögum, en skyndilega virðist nú eiga að snú af þeirri leið.

Skíðasvæðin séu miklu frekar almennignseign en ýmis önnur íþróttamannvirki, segir í yfirlýsingu Skíðaráðs Reykjavíkur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×