Erlent

Ariel Sharon fluttur heim

Óli Tynes skrifar
Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels.
Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels.

Ariel Sharon fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels verður á næstu dögum fluttur heim til sín af sjúkrahúsi þar sem hann hefur legið í dauðadái síðan fjórða janúar árið 2006. Þar verður hann í umsjá fjölskyldu sinnar. Ariel Sharon hefur átt litríka ævi. Hann var afburðagóður hershöfðingi og var oft líkt við George Patton. Þeir voru báðir erfiðir í taumi fyrir yfirboðara sína.

Eftir hermennskuna var Sharon mjög umdeildur harðlínu stjórnmálamaður. Síðan hann féll í dá hafa Ísraelar háð tvö stríð. Annarsvegar með innrás í Líbanon og hinsvegar með innrás á Gaza ströndina. George Bush yngri var þá forseti Bandaríkjanna og Ísrael er á sínum þriðja forsætisráðherra. Íran er orðið höfuðóvinur Ísraels. Ekkert af þessu veit forsætisráðherrann fyrrverandi sem nú er 82 ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×