Mannréttindadómstóll Evrópu fjallar um mál íslenskra blaðamanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. nóvember 2010 12:07 Gunnar Ingi Jóhannsson er lögmaður Bjarkar og Erlu. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka til meðferðar tvær kærur blaðamanna gegn íslenska ríkinu. Annars vegar er um að ræða mál Bjarkar Eiðsdóttur blaðamanns gegn íslenska ríkinu. Það er svokallað Vikumál, þar sem Björk hlaut dóm fyrir meiðyrði, en stefnandi þess máls var eigandi nektarstaðarins Goldfinger í Kópavogi. Hins vegar er það mál Erlu Hlynsdóttur, fyrrverandi blaðamanns á DV og núverandi blaðamanns á Vísi, gegn íslenska ríkinu, vegna dóms sem hún hlaut fyrir meiðyrði, en stefnandi þess máls var eigandi nektarstaðarins Strawberries í Lækjargötu. Gunnar Ingi Jóhannsson er lögmaður Bjarkar og Erlu. Hann segir í samtali við Vísi að lögð verði fram skaðabótakrafa í málinu. Ekki liggi fyrir hversu há sú krafa verði. „Íslenska ríkið hefur frest til 16. febrúar næstkomandi til þess að skila inn athugasemdum sínum og þær athugasemdir verða sendar okkur til umsagnar fyrir hönd kæranda. Þá munum við setja fram um leið bótakröfur fyrir hönd kærenda. Síðan er mjög líklegt að málið gangi til dóms," segir Gunnar Ingi í samtali við Vísi. Íslenska ríkið þarf að svara spurningum um það hvort Hæstiréttur hafi beitt þeim viðmiðum og rökum sem samræmast 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu þegar niðurstaða fékkst í máli Bjarkar Eiðsdóttur og hvort brýna nauðsyn hafi borið til að takmarka tjáningarfrelsi blaðamannanna. Íslenska ríkið þarf einnig að taka afstöðu til þess hvort hægt sé að semja í málunum. Tvö önnur mál eru til meðferðar hjá mannréttindadómstólnum, en aðili að þeim báðum er blaðamaðurinn Erla Hlynsdóttir. Lögmenn Höfðabakka reka öll málin fyrir blaðamennina. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka til meðferðar tvær kærur blaðamanna gegn íslenska ríkinu. Annars vegar er um að ræða mál Bjarkar Eiðsdóttur blaðamanns gegn íslenska ríkinu. Það er svokallað Vikumál, þar sem Björk hlaut dóm fyrir meiðyrði, en stefnandi þess máls var eigandi nektarstaðarins Goldfinger í Kópavogi. Hins vegar er það mál Erlu Hlynsdóttur, fyrrverandi blaðamanns á DV og núverandi blaðamanns á Vísi, gegn íslenska ríkinu, vegna dóms sem hún hlaut fyrir meiðyrði, en stefnandi þess máls var eigandi nektarstaðarins Strawberries í Lækjargötu. Gunnar Ingi Jóhannsson er lögmaður Bjarkar og Erlu. Hann segir í samtali við Vísi að lögð verði fram skaðabótakrafa í málinu. Ekki liggi fyrir hversu há sú krafa verði. „Íslenska ríkið hefur frest til 16. febrúar næstkomandi til þess að skila inn athugasemdum sínum og þær athugasemdir verða sendar okkur til umsagnar fyrir hönd kæranda. Þá munum við setja fram um leið bótakröfur fyrir hönd kærenda. Síðan er mjög líklegt að málið gangi til dóms," segir Gunnar Ingi í samtali við Vísi. Íslenska ríkið þarf að svara spurningum um það hvort Hæstiréttur hafi beitt þeim viðmiðum og rökum sem samræmast 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu þegar niðurstaða fékkst í máli Bjarkar Eiðsdóttur og hvort brýna nauðsyn hafi borið til að takmarka tjáningarfrelsi blaðamannanna. Íslenska ríkið þarf einnig að taka afstöðu til þess hvort hægt sé að semja í málunum. Tvö önnur mál eru til meðferðar hjá mannréttindadómstólnum, en aðili að þeim báðum er blaðamaðurinn Erla Hlynsdóttir. Lögmenn Höfðabakka reka öll málin fyrir blaðamennina.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira