Banna gamla fólkinu að fóðra villikattaher 10. nóvember 2010 06:00 Ungir villkettir við Hrafnistu Elliheimilið vill losna við villiketti í nágrenninu og bannaði vistmönnum að fóðra dýrin, sem þó eiga aðra vini sem færa þeim mat. Fréttablaðið/Stefán „Í fyrra var þetta orðin alger plága svo við fengum meindýraeyði og hann tók tólf stykki. Þetta voru allt saman kolvitlausir villikettir,“ segir Björgvin Þórðarson, húsvörður hjá Hrafnistu í Hafnarfirði, um kattaplágu í hrauninu við hjúkrunarheimilið. Hrafnista er á bæjarmörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Björgvin segist hafa óskað eftir því við bæði sveitarfélögin að þau leystu málið en hvorugt vilji sinna því. „Bæjarfélögin segja að þetta séu ekki meindýr. Það yrði talsverður kostnaður fyrir stofnunina að fara að uppræta þessa villiketti sem í rauninni koma okkur ekki við,“ segir Björgvin. Meðlimir í Kattavinafélagi Íslands blanda sér í málið. „Sum þessi dýr eru slösuð, einnig eru þarna ung dýr sem lifa ekki veturinn af þarna. Vistmenn á Hrafnistu hafa hingað til laumað til þeirra mat en nú er búið að banna þeim það,“ skrifar Ragnheiður Gunnarsdóttir til Hafnarfjarðarbæjar og bætir við að koma þurfi köttunum undir læknishendur og inn á ný heimili ef mögulegt sé. Eygló Guðjónsdóttir, sem situr í stjórn Kattavinafélagsins, segir hins vegar í sínu bréfi til bæjaryfirvalda að í þessu tilfelli geti það varla flokkast undir annað en líknandi aðgerð að aflífa dýrin. „Vandamálið á ekkert eftir að gera nema stækka, kettirnir fjölga sér og að lokum verður ástandið óviðráðanlegt með öllu,“ varar Eygló við. Að sögn Björgvins henta aðstæður í hrauninu við Hrafnistu villiköttunum. Í augnablikinu sé ein læða með kettlinga undir sólpalli við eitt húsið. „Svo var eitthvað um það að gamla fólkið var að gefa þeim,“ segir Björgvin, sem staðfestir að slíkt hafi nú verið bannað á Hrafnistu. „Það var náttúrulega orðið ófært þegar það voru tíu til fimmtán kettir gónandi inn um glugga hjá fólki að biðja um mat. Villikettir eru náttúrulega ekki geltir svo þetta eru breimandi kvikindi sem fjölga sér eins og kanínur,“ segir húsvörðurinn á Hrafnistu. „Um tíma var kattaumferðin hér svo mikil að það voru komnir troðningar eins og kindastígar umhverfis aðra blokkina.“ Þrátt fyrir að vistmönnum á Hrafnistu hafi nú verið bannað að fóðra kettina eru þeir ekki alveg vinalausir. „Síðan við heyrðum þetta förum við nokkrar konur af og til og leggjum út mat handa þeim,“ segir Eygló Guðjónsdóttir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira
„Í fyrra var þetta orðin alger plága svo við fengum meindýraeyði og hann tók tólf stykki. Þetta voru allt saman kolvitlausir villikettir,“ segir Björgvin Þórðarson, húsvörður hjá Hrafnistu í Hafnarfirði, um kattaplágu í hrauninu við hjúkrunarheimilið. Hrafnista er á bæjarmörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Björgvin segist hafa óskað eftir því við bæði sveitarfélögin að þau leystu málið en hvorugt vilji sinna því. „Bæjarfélögin segja að þetta séu ekki meindýr. Það yrði talsverður kostnaður fyrir stofnunina að fara að uppræta þessa villiketti sem í rauninni koma okkur ekki við,“ segir Björgvin. Meðlimir í Kattavinafélagi Íslands blanda sér í málið. „Sum þessi dýr eru slösuð, einnig eru þarna ung dýr sem lifa ekki veturinn af þarna. Vistmenn á Hrafnistu hafa hingað til laumað til þeirra mat en nú er búið að banna þeim það,“ skrifar Ragnheiður Gunnarsdóttir til Hafnarfjarðarbæjar og bætir við að koma þurfi köttunum undir læknishendur og inn á ný heimili ef mögulegt sé. Eygló Guðjónsdóttir, sem situr í stjórn Kattavinafélagsins, segir hins vegar í sínu bréfi til bæjaryfirvalda að í þessu tilfelli geti það varla flokkast undir annað en líknandi aðgerð að aflífa dýrin. „Vandamálið á ekkert eftir að gera nema stækka, kettirnir fjölga sér og að lokum verður ástandið óviðráðanlegt með öllu,“ varar Eygló við. Að sögn Björgvins henta aðstæður í hrauninu við Hrafnistu villiköttunum. Í augnablikinu sé ein læða með kettlinga undir sólpalli við eitt húsið. „Svo var eitthvað um það að gamla fólkið var að gefa þeim,“ segir Björgvin, sem staðfestir að slíkt hafi nú verið bannað á Hrafnistu. „Það var náttúrulega orðið ófært þegar það voru tíu til fimmtán kettir gónandi inn um glugga hjá fólki að biðja um mat. Villikettir eru náttúrulega ekki geltir svo þetta eru breimandi kvikindi sem fjölga sér eins og kanínur,“ segir húsvörðurinn á Hrafnistu. „Um tíma var kattaumferðin hér svo mikil að það voru komnir troðningar eins og kindastígar umhverfis aðra blokkina.“ Þrátt fyrir að vistmönnum á Hrafnistu hafi nú verið bannað að fóðra kettina eru þeir ekki alveg vinalausir. „Síðan við heyrðum þetta förum við nokkrar konur af og til og leggjum út mat handa þeim,“ segir Eygló Guðjónsdóttir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira