Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi 20. október 2010 05:00 Sjúkrahús Dr. Brigit Toebes segir að gæta verði að mannréttindum við niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Fréttablaðið/Vilhelm Dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, segir fyrirhugaðan niðurskurð í íslenska heilbrigðiskerfinu verða að taka mið af mannréttindum. Toebes heldur fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík á morgun þar sem hún ræðir meðal annars sparnað í heilbrigðiskerfinu, hagræðingu og einkavæðingu og hvernig það tengist mannréttindum. Í samtali við Fréttablaðið segir Toebes að allar hugmyndir um niðurskurð og hagræðingu í íslenska heilbrigðiskerfinu verði að samræmast þeim alþjóðlegu mannréttindasáttmálum sem Ísland sé aðili að. „Samkvæmt alþjóðasáttmálum hefur hver einstaklingur rétt á heilbrigðisþjónustu,“ segir Toebes. „Þar sem Ísland er aðili að öllum þessum samningum hafa landsmenn lögbundinn rétt til heilsugæslu.“ Hún bætir því við að þó að erfitt sé að skilgreina nákvæmlega hvað felist í umræddum rétti sé hægt að finna þar ýmis lykilatriði. DR. Brigit Toebes „Í fyrsta lagi er það landfræðileg nálægð, sem felur í sér að ákveðin lágmarksþjónusta eigi að standa öllum til boða, einnig á afskekktum svæðum. Önnur spurning er svo hvers konar þjónusta á að vera í boði á staðbundnum heilsugæslustöðvum. Um þetta hefur lengi verið deilt, en það er sennilega viðunandi að sérhæfðari verkefni séu á höndum stærri sjúkrahúsanna. Hvað varðar önnur verkefni er mikilvægt að horfa til mannréttindasáttmála og hvað þeir segja um réttindi viðkvæmari hópa.“ Toebes tekur sem dæmi réttindi barna og fatlaðra þar að lútandi, en í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra er skýrt kveðið á um að þjónusta skuli veitt eins nálægt heimili og mögulegt er. „Þá er afdráttalaust í kvennasáttmálanum að stjórnvöldum beri að tryggja konum viðeigandi þjónustu í sambandi við þungun, barnsburð og tímabilið eftir fæðingu.“ Sú röksemdafærsla hefur ekki síst verið tiltekin sem rök gegn skertri sjúkraþjónustu á landsbyggðinni, en víst er að þó nokkuð í máli Toebes á vel við í umræðunni hérlendis. Fyrirlestur hennar hefst klukkan 12 og er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, segir fyrirhugaðan niðurskurð í íslenska heilbrigðiskerfinu verða að taka mið af mannréttindum. Toebes heldur fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík á morgun þar sem hún ræðir meðal annars sparnað í heilbrigðiskerfinu, hagræðingu og einkavæðingu og hvernig það tengist mannréttindum. Í samtali við Fréttablaðið segir Toebes að allar hugmyndir um niðurskurð og hagræðingu í íslenska heilbrigðiskerfinu verði að samræmast þeim alþjóðlegu mannréttindasáttmálum sem Ísland sé aðili að. „Samkvæmt alþjóðasáttmálum hefur hver einstaklingur rétt á heilbrigðisþjónustu,“ segir Toebes. „Þar sem Ísland er aðili að öllum þessum samningum hafa landsmenn lögbundinn rétt til heilsugæslu.“ Hún bætir því við að þó að erfitt sé að skilgreina nákvæmlega hvað felist í umræddum rétti sé hægt að finna þar ýmis lykilatriði. DR. Brigit Toebes „Í fyrsta lagi er það landfræðileg nálægð, sem felur í sér að ákveðin lágmarksþjónusta eigi að standa öllum til boða, einnig á afskekktum svæðum. Önnur spurning er svo hvers konar þjónusta á að vera í boði á staðbundnum heilsugæslustöðvum. Um þetta hefur lengi verið deilt, en það er sennilega viðunandi að sérhæfðari verkefni séu á höndum stærri sjúkrahúsanna. Hvað varðar önnur verkefni er mikilvægt að horfa til mannréttindasáttmála og hvað þeir segja um réttindi viðkvæmari hópa.“ Toebes tekur sem dæmi réttindi barna og fatlaðra þar að lútandi, en í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra er skýrt kveðið á um að þjónusta skuli veitt eins nálægt heimili og mögulegt er. „Þá er afdráttalaust í kvennasáttmálanum að stjórnvöldum beri að tryggja konum viðeigandi þjónustu í sambandi við þungun, barnsburð og tímabilið eftir fæðingu.“ Sú röksemdafærsla hefur ekki síst verið tiltekin sem rök gegn skertri sjúkraþjónustu á landsbyggðinni, en víst er að þó nokkuð í máli Toebes á vel við í umræðunni hérlendis. Fyrirlestur hennar hefst klukkan 12 og er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira