Innlent

Flúorið yfir hættumörkum

Gunnar Þorkelsson Brýnir fyrir bændum að gæta að skepnum.
Fréttablaðið / gva
Gunnar Þorkelsson Brýnir fyrir bændum að gæta að skepnum. Fréttablaðið / gva

„Nú vitum við að þetta er yfir hættumörkum,“ segir Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir á Kirkjubæjarklaustri, um flúormengunina í öskunni sem fallið hefur úr gosinu.

„Það er þvert ofan í það sem var búið að segja að þetta væri eldstöð sem ekki væri mikið flúor í,“ segir hann.

Gunnar segir þó að gosið hafi engin áhrif haft á skepnur enn. Helst væri að askan pirraði hross sem fengju hana í augun. Það væri þó ekki ýkja hættulegt. Greint var frá því að gær að blóðugur niðurgangur gæti fylgt því ef skepnur önduðu að sér mikilli ösku.

Gunnar biður bændur að gæta sérstaklega að því næstu daga að skepnur komist ekki í að drekka úr menguðum vatnspollum.

Flúor getur bundið kalsíum í torleyst sambönd í skrokknum og þannig stuðlað að kalkskorti. Það veikir mjög bein og tennur. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×