„Ég hef ekki séð það svartara“ 17. apríl 2010 17:01 Frá hlaðinu í Hlíð undir Eyjafjöllum klukkan þrjú í dag. "Ljósin á bænum sjást þarna en það var á tímabili þar sem ég sá þau ekki," segir Sigurgeir. Mynd/Sigurgeir L Ingólfsson „Það er stafalogn og óloft sem hefur leitað inn í húsin til okkar," segir Sigurgeir L. Ingólfsson á bænum Hlíð undir Eyjafjöllum. Þar hefur líkt og víða annars staðar verið mikið öskufall vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Ég hef ekki séð það svartara. Hér er mun meira myrkur en nokkurn tíma verður á venjulegri vetrarnóttu," segir Sigurgeir. Hlíð er mitt á milli Steina og Þorvaldeyrar. „Ég er vestan við Þorvaldseyri og austan við Steina. Bærinn stendur ofar í hlíðinni." Sigurgeir segir að eiginkona hans og sonur hafi ekki brugðist við öskufallinu með því að þétta rifur og annað slíkt. Askan sé mjög fíngerð. „Við getum ekkert gert. Askan smýgur alls staðar inn og það væri alveg sama hvort að við myndum þétta og frauða því þá værum við um leið að loka fyrir súrefni. Það gefur auga leið."Skrýtnari en venjulega Sigurgeir segir að þau finni vel fyrir öskunni. „Við erum skrýtnari en venjulega," segir hann og hlær en bætir við: „Við finnum fyrir sviða í augum þó að við séum innan dyra og þá höfum við aðeins fundið fyrir höfuðverk." Nú sé logn og það sé ekki gott.„Við mældum þetta áðan og það er einn og hálfur sentímetri jafnfallin aska," segir Sigurgeir. Sigurgeir L. IngólfssonSigurgeir tók myndirnar sem fylgja með þessari frétt klukkan þrjú í dag. „Ég tók þessar myndir um leið og við fórum að athuga með skepnur. Við höfum farið fjórum til fimm sinnum út til að kanna vatn og ástandið á þeim," segir Sigurgeir sem er með nautgripi, kindur og nokkur hross. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Sjá meira
„Það er stafalogn og óloft sem hefur leitað inn í húsin til okkar," segir Sigurgeir L. Ingólfsson á bænum Hlíð undir Eyjafjöllum. Þar hefur líkt og víða annars staðar verið mikið öskufall vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Ég hef ekki séð það svartara. Hér er mun meira myrkur en nokkurn tíma verður á venjulegri vetrarnóttu," segir Sigurgeir. Hlíð er mitt á milli Steina og Þorvaldeyrar. „Ég er vestan við Þorvaldseyri og austan við Steina. Bærinn stendur ofar í hlíðinni." Sigurgeir segir að eiginkona hans og sonur hafi ekki brugðist við öskufallinu með því að þétta rifur og annað slíkt. Askan sé mjög fíngerð. „Við getum ekkert gert. Askan smýgur alls staðar inn og það væri alveg sama hvort að við myndum þétta og frauða því þá værum við um leið að loka fyrir súrefni. Það gefur auga leið."Skrýtnari en venjulega Sigurgeir segir að þau finni vel fyrir öskunni. „Við erum skrýtnari en venjulega," segir hann og hlær en bætir við: „Við finnum fyrir sviða í augum þó að við séum innan dyra og þá höfum við aðeins fundið fyrir höfuðverk." Nú sé logn og það sé ekki gott.„Við mældum þetta áðan og það er einn og hálfur sentímetri jafnfallin aska," segir Sigurgeir. Sigurgeir L. IngólfssonSigurgeir tók myndirnar sem fylgja með þessari frétt klukkan þrjú í dag. „Ég tók þessar myndir um leið og við fórum að athuga með skepnur. Við höfum farið fjórum til fimm sinnum út til að kanna vatn og ástandið á þeim," segir Sigurgeir sem er með nautgripi, kindur og nokkur hross.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Sjá meira