NBA: Rose með 39 stig í sigri Chicago og New Orleans byrjar vel Óskar Ófeigur JónssonDerrick Rose skrifar 31. október 2010 11:00 Derrick Rose í leiknum í nótt. Mynd/AP Þrjú lið í NBA-deildinni í körfubolta hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en það eru lið New Orleans Hornets, Atlanta Hawks og Portland Trail Blazers sem unnu öll góða sigra í nótt. Derrick Rose var þó maður næturinnar en hann leiddi endurkomu Chicago Bulls í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu.Derrick Rose skoraði 39 stig í 101-91 sigri Chicago Bulls á Detroit Pistons. Bulls-liðið lenti 21 stigi undir snemma í þriðja leikhluta og var enn þrettán stigum undir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Liðið náði þá 19-2 spretti og tryggði sér sigur í fyrsta heimaleiknum. Joakim Noah var með 15 stig og 17 fráköst fyrir Chicago en Ben Gordon skoraði 21 stig fyrir Detroit og komu þau öll í fyrri hálfleik. Detroit hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum sem hefur ekki gerst síðan í byrjun 1999-2000 tímabilsins þegar liðið tapaði fjórum fyrstu leikjunum.Chris Paul var með 25 stig í 99-90 sigri New Orleans Hornets á San Antonio Spurs en New Orleans hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína og er eina taplausa liðið í Suðvesturriðlinum. David West var með 18 stig fyrir Hornets en Manu Ginobili var stigahæstur hjá Spurs með 23 stig.Joe Johnson skoraði 14 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Atlanta Hawks hélt sigurgöngu sinni áfram með 99-95 sigri á Washington Wizards. Atlanta er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína en liðið hafði áður unnið útileiki á móti Memphis og Philadelphia. Nýliðinn John Wall skoraði 28 stig fyrir Washington en liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.Al Harrington skoraði 28 stig og Carmelo Anthony bætti við 24 stigum þegar Denver Nuggets vann 107-94 útisigur á Houston Rockets. Denver hefur unnið 2 af fyrstu 3 leikjum sínum en Houston er búið að tapa öllum þremur leikjum sínum í frysta sinn í meira en áratug. Luis Scola var með 28 stig fyrir Houston og Kevin Martin skoraði 21 stig en Yao Ming var með 14 stig og 6 fráköst á 23 mínútum.Brandon Roy skoraði 29 stig og LaMarcus Aldridge bætti við 20 stigum þegar Portland Trail Blazers vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið vann 100-95 sigur á New York Knicks í fyrsta heimaleik liðsins. Andre Miller var með 19 stig og 10 stoðsendingar fyrir Portland sem var 9 stigum undir í leiknum þegar aðeins 5 og hálf mínúta var eftir. Wilson Chandler var með 22 stig og 16 fráköst hjá New York og Amare Stoudemire skoraði 18 stig í fyrsta alvöru leiknum í Madison Square Garden.Öll úrslit næturinnar í NBA-deildinni: Atlanta Hawks-Washington Wizards 99-95 Cleveland Cavaliers-Sacramento Kings 104-107 New York Knicks-Portland Trail Blazers 95-100 Indiana Pacers-Philadelphia 76Ers 99-86 Chicago Bulls-Detroit Pistons 101-91 Memphis Grizzlies-Minnesota Timberwolves 109-89 Houston Rockets-Denver Nuggets 94-107 Milwaukee Bucks-Charlotte Bobcats 98-88 San Antonio Spurs-New Orleans Hornets 90-99 NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Þrjú lið í NBA-deildinni í körfubolta hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en það eru lið New Orleans Hornets, Atlanta Hawks og Portland Trail Blazers sem unnu öll góða sigra í nótt. Derrick Rose var þó maður næturinnar en hann leiddi endurkomu Chicago Bulls í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu.Derrick Rose skoraði 39 stig í 101-91 sigri Chicago Bulls á Detroit Pistons. Bulls-liðið lenti 21 stigi undir snemma í þriðja leikhluta og var enn þrettán stigum undir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. Liðið náði þá 19-2 spretti og tryggði sér sigur í fyrsta heimaleiknum. Joakim Noah var með 15 stig og 17 fráköst fyrir Chicago en Ben Gordon skoraði 21 stig fyrir Detroit og komu þau öll í fyrri hálfleik. Detroit hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum sem hefur ekki gerst síðan í byrjun 1999-2000 tímabilsins þegar liðið tapaði fjórum fyrstu leikjunum.Chris Paul var með 25 stig í 99-90 sigri New Orleans Hornets á San Antonio Spurs en New Orleans hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína og er eina taplausa liðið í Suðvesturriðlinum. David West var með 18 stig fyrir Hornets en Manu Ginobili var stigahæstur hjá Spurs með 23 stig.Joe Johnson skoraði 14 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Atlanta Hawks hélt sigurgöngu sinni áfram með 99-95 sigri á Washington Wizards. Atlanta er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína en liðið hafði áður unnið útileiki á móti Memphis og Philadelphia. Nýliðinn John Wall skoraði 28 stig fyrir Washington en liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.Al Harrington skoraði 28 stig og Carmelo Anthony bætti við 24 stigum þegar Denver Nuggets vann 107-94 útisigur á Houston Rockets. Denver hefur unnið 2 af fyrstu 3 leikjum sínum en Houston er búið að tapa öllum þremur leikjum sínum í frysta sinn í meira en áratug. Luis Scola var með 28 stig fyrir Houston og Kevin Martin skoraði 21 stig en Yao Ming var með 14 stig og 6 fráköst á 23 mínútum.Brandon Roy skoraði 29 stig og LaMarcus Aldridge bætti við 20 stigum þegar Portland Trail Blazers vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið vann 100-95 sigur á New York Knicks í fyrsta heimaleik liðsins. Andre Miller var með 19 stig og 10 stoðsendingar fyrir Portland sem var 9 stigum undir í leiknum þegar aðeins 5 og hálf mínúta var eftir. Wilson Chandler var með 22 stig og 16 fráköst hjá New York og Amare Stoudemire skoraði 18 stig í fyrsta alvöru leiknum í Madison Square Garden.Öll úrslit næturinnar í NBA-deildinni: Atlanta Hawks-Washington Wizards 99-95 Cleveland Cavaliers-Sacramento Kings 104-107 New York Knicks-Portland Trail Blazers 95-100 Indiana Pacers-Philadelphia 76Ers 99-86 Chicago Bulls-Detroit Pistons 101-91 Memphis Grizzlies-Minnesota Timberwolves 109-89 Houston Rockets-Denver Nuggets 94-107 Milwaukee Bucks-Charlotte Bobcats 98-88 San Antonio Spurs-New Orleans Hornets 90-99
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira