Viðskipti innlent

FME sektar Íslandssjóði um þrjár milljónir

Það var mat Fjármálaeftirlitsins að háttsemi Íslandssjóða hf. hefði farið í bága við ... laga... og bæri að ljúka málinu með stjórnvaldssekt.
Það var mat Fjármálaeftirlitsins að háttsemi Íslandssjóða hf. hefði farið í bága við ... laga... og bæri að ljúka málinu með stjórnvaldssekt.

Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) ákvörðun um að sekta Íslandssjóði hf. um þrjár miljónir kr. vegna brota á lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.

Í umfjöllun um málið á vefsíðu FME segir að Íslandssjóðir hf. bundu, á tímabilinu maí til ágúst 2009, umfram 20% af heildareignum tveggja verðbréfasjóða og eins fjárfestingarsjóðs í innlánum sama fjármálafyrirtækis.

Þá átti annar verðbréfasjóðurinn jafnframt skuldabréf útgefið af sama fjármálafyrirtæki og fór því heildarfjárfesting sjóðsins í verðbréfum, peningamarkaðsskjölum, innlánum og afleiðum umfram lögbundið 20% hámark.

Það var mat Fjármálaeftirlitsins að háttsemi Íslandssjóða hf. hefði farið í bága við fyrrgreind lög og bæri að ljúka málinu með stjórnvaldssekt. Við ákvörðun fjárhæðar stjórnvaldssektar var litið til alvarleika brotanna auk þess að ítrekaðar athugasemdir vegna hliðstæðra brota hafa áður verið sendar félaginu.

Með hliðsjón af framangreindu þótti hæfilegt að gera Íslandsjóðum hf. að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 3.000.000.‐, að því er segir á vefsíðunni.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×