Fótbolti

Maradona til dómaranna: Háttvísi á HM á að vera meira en slagorð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona, þjálfari argentínska landsliðsins.
Diego Maradona, þjálfari argentínska landsliðsins. Mynd/AP
Diego Maradona, þjálfari argentínska landsliðsins, hefur skorað á dómaranna á HM í Suður-Afríku að taka hart á grófum leik og stuðla þar með að því að fótboltinn fái að njóta sín í keppninni.

Maradona sagði að dómarar ættu að vita um sanna merkingu háttvísi á fótboltavellinum og ap þeir ættu að kunna að nota þá þekkingu skynsamlega. Hann segir að háttvísi á HM eigi að vera meira en slagorð.

Maradona fékk oft að kenna á hörðum tæklingum á sínum ferli og í hans liðið eru margir snjallir og snöggir knattspyrnumenn sem eru oft sparkaðir niður.

Maradona segir að það sé nauðsynlegt að stjörnurnar fái að njóta sín til þess að þetta verði góð heimsmeistarakeppni.

Fyrsti leikur Argentínu á HM er á móti Nígeríu á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×