Miðbaugsmaddaman: Kaupa vændi fyrir syni sína 24. nóvember 2010 09:00 Catalina Ncogo segir íslenska feður hafa keypt fyrstu kynlífsreynsluna handa ungum sonum sínum hjá vændiskonum. Þetta kemur fram í bókinni Hið dökka man eftir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarin Þórarinsson sem kemur út á föstudag. „Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heimshlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangsmikla vændisstarfsemi á Íslandi. Höfundar bókarinnar eru blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson. Þeir segjast marga fjöruna hafa sopið en… „svo afdráttarlaust lýsir Catalina skoðunum sínum og reynslu að oftar en ekki sátum við gapandi þegar hún sagði frá. Meðal ótal margs sem kemur á óvart er að dæmi eru um að feður sæki til vændiskvenna og kaupa vændi fyrir unga syni sína,“ segir Jakob. Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson „Feður unglingsstráka væru eitthvað leiðir yfir því, að drengirnir væru ekki farnir að hitta stelpur og stunda kynlíf. Þeir komu þá með strákana til okkar og keyptu fyrstu kynlífsreynsluna handa þeim. Þetta var hluti af þjónustu okkar. Þá sat pabbinn frammi í stofu á meðan ég stundaði kynlíf með syninum. Strákarnir ánetjuðust vændinu eins og aðrir karlar og komu aftur. Þetta var auðfengið fé og auðveld vinna vegna þess, að þeir voru óreyndir og fengu það undir eins,“ segir í bókinni. Þegar Catalina kom undir sig fótunum var vændisbransinn á Íslandi óskipulagður. Lýsingar Catalinu á samskiptum sínum við íslenska karlmenn bera þess merki, en eru þeim mjög í hag. „Já, burtséð frá því hvað fólki finnst um kaup þeirra á þessari þjónustu – sem vel að merkja er refsiverð, þá held ég að vér íslenskir karlmenn megum vel við una í þrengsta skilningi, segir Jakob og vísar í bókina: „Íslenskir karlmenn nota margir Viagra og þá ekki aðeins þeir eldri. Annars er merkilegt að þeir eru flestir góðir í rúminu, burtséð frá aldri, alveg frá 17–18 ára og upp úr. … Íslenskir karlmenn eru góðir elskhugar og þegar maður heillast af einhverjum er hægt að hafa meiri nánd í kynlífinu þótt greitt sé fyrir það,“ segir í bókinni. Hið dökka man - ævisaga Catalina Mikue Ncogo - bókarkápa Jakob segir fátt vanta upp á ánægju Catalinu með íslenska karlmenn. „Já, ólíkt hefst fólk að. Miklar spekúlasjónir hafa verið um hvort Catalina muni ekki birta lista yfir viðskiptavini sína í bókinni. Það hefur ekki svo mikið sem hvarflað að henni. Henni þykir vænt um sína viðskiptavini sem hún lítur á sem vini sína – hún er í þessu til að gleðja og hún er reið út í dómstóla að dæma þá fyrir það sem hún telur engar sakir,“ segir Jakob. hdm@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Vændi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
„Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heimshlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangsmikla vændisstarfsemi á Íslandi. Höfundar bókarinnar eru blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson. Þeir segjast marga fjöruna hafa sopið en… „svo afdráttarlaust lýsir Catalina skoðunum sínum og reynslu að oftar en ekki sátum við gapandi þegar hún sagði frá. Meðal ótal margs sem kemur á óvart er að dæmi eru um að feður sæki til vændiskvenna og kaupa vændi fyrir unga syni sína,“ segir Jakob. Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson „Feður unglingsstráka væru eitthvað leiðir yfir því, að drengirnir væru ekki farnir að hitta stelpur og stunda kynlíf. Þeir komu þá með strákana til okkar og keyptu fyrstu kynlífsreynsluna handa þeim. Þetta var hluti af þjónustu okkar. Þá sat pabbinn frammi í stofu á meðan ég stundaði kynlíf með syninum. Strákarnir ánetjuðust vændinu eins og aðrir karlar og komu aftur. Þetta var auðfengið fé og auðveld vinna vegna þess, að þeir voru óreyndir og fengu það undir eins,“ segir í bókinni. Þegar Catalina kom undir sig fótunum var vændisbransinn á Íslandi óskipulagður. Lýsingar Catalinu á samskiptum sínum við íslenska karlmenn bera þess merki, en eru þeim mjög í hag. „Já, burtséð frá því hvað fólki finnst um kaup þeirra á þessari þjónustu – sem vel að merkja er refsiverð, þá held ég að vér íslenskir karlmenn megum vel við una í þrengsta skilningi, segir Jakob og vísar í bókina: „Íslenskir karlmenn nota margir Viagra og þá ekki aðeins þeir eldri. Annars er merkilegt að þeir eru flestir góðir í rúminu, burtséð frá aldri, alveg frá 17–18 ára og upp úr. … Íslenskir karlmenn eru góðir elskhugar og þegar maður heillast af einhverjum er hægt að hafa meiri nánd í kynlífinu þótt greitt sé fyrir það,“ segir í bókinni. Hið dökka man - ævisaga Catalina Mikue Ncogo - bókarkápa Jakob segir fátt vanta upp á ánægju Catalinu með íslenska karlmenn. „Já, ólíkt hefst fólk að. Miklar spekúlasjónir hafa verið um hvort Catalina muni ekki birta lista yfir viðskiptavini sína í bókinni. Það hefur ekki svo mikið sem hvarflað að henni. Henni þykir vænt um sína viðskiptavini sem hún lítur á sem vini sína – hún er í þessu til að gleðja og hún er reið út í dómstóla að dæma þá fyrir það sem hún telur engar sakir,“ segir Jakob. hdm@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Vændi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira