Miðbaugsmaddaman: Kaupa vændi fyrir syni sína 24. nóvember 2010 09:00 Catalina Ncogo segir íslenska feður hafa keypt fyrstu kynlífsreynsluna handa ungum sonum sínum hjá vændiskonum. Þetta kemur fram í bókinni Hið dökka man eftir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarin Þórarinsson sem kemur út á föstudag. „Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heimshlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangsmikla vændisstarfsemi á Íslandi. Höfundar bókarinnar eru blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson. Þeir segjast marga fjöruna hafa sopið en… „svo afdráttarlaust lýsir Catalina skoðunum sínum og reynslu að oftar en ekki sátum við gapandi þegar hún sagði frá. Meðal ótal margs sem kemur á óvart er að dæmi eru um að feður sæki til vændiskvenna og kaupa vændi fyrir unga syni sína,“ segir Jakob. Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson „Feður unglingsstráka væru eitthvað leiðir yfir því, að drengirnir væru ekki farnir að hitta stelpur og stunda kynlíf. Þeir komu þá með strákana til okkar og keyptu fyrstu kynlífsreynsluna handa þeim. Þetta var hluti af þjónustu okkar. Þá sat pabbinn frammi í stofu á meðan ég stundaði kynlíf með syninum. Strákarnir ánetjuðust vændinu eins og aðrir karlar og komu aftur. Þetta var auðfengið fé og auðveld vinna vegna þess, að þeir voru óreyndir og fengu það undir eins,“ segir í bókinni. Þegar Catalina kom undir sig fótunum var vændisbransinn á Íslandi óskipulagður. Lýsingar Catalinu á samskiptum sínum við íslenska karlmenn bera þess merki, en eru þeim mjög í hag. „Já, burtséð frá því hvað fólki finnst um kaup þeirra á þessari þjónustu – sem vel að merkja er refsiverð, þá held ég að vér íslenskir karlmenn megum vel við una í þrengsta skilningi, segir Jakob og vísar í bókina: „Íslenskir karlmenn nota margir Viagra og þá ekki aðeins þeir eldri. Annars er merkilegt að þeir eru flestir góðir í rúminu, burtséð frá aldri, alveg frá 17–18 ára og upp úr. … Íslenskir karlmenn eru góðir elskhugar og þegar maður heillast af einhverjum er hægt að hafa meiri nánd í kynlífinu þótt greitt sé fyrir það,“ segir í bókinni. Hið dökka man - ævisaga Catalina Mikue Ncogo - bókarkápa Jakob segir fátt vanta upp á ánægju Catalinu með íslenska karlmenn. „Já, ólíkt hefst fólk að. Miklar spekúlasjónir hafa verið um hvort Catalina muni ekki birta lista yfir viðskiptavini sína í bókinni. Það hefur ekki svo mikið sem hvarflað að henni. Henni þykir vænt um sína viðskiptavini sem hún lítur á sem vini sína – hún er í þessu til að gleðja og hún er reið út í dómstóla að dæma þá fyrir það sem hún telur engar sakir,“ segir Jakob. hdm@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Vændi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heimshlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangsmikla vændisstarfsemi á Íslandi. Höfundar bókarinnar eru blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson. Þeir segjast marga fjöruna hafa sopið en… „svo afdráttarlaust lýsir Catalina skoðunum sínum og reynslu að oftar en ekki sátum við gapandi þegar hún sagði frá. Meðal ótal margs sem kemur á óvart er að dæmi eru um að feður sæki til vændiskvenna og kaupa vændi fyrir unga syni sína,“ segir Jakob. Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson „Feður unglingsstráka væru eitthvað leiðir yfir því, að drengirnir væru ekki farnir að hitta stelpur og stunda kynlíf. Þeir komu þá með strákana til okkar og keyptu fyrstu kynlífsreynsluna handa þeim. Þetta var hluti af þjónustu okkar. Þá sat pabbinn frammi í stofu á meðan ég stundaði kynlíf með syninum. Strákarnir ánetjuðust vændinu eins og aðrir karlar og komu aftur. Þetta var auðfengið fé og auðveld vinna vegna þess, að þeir voru óreyndir og fengu það undir eins,“ segir í bókinni. Þegar Catalina kom undir sig fótunum var vændisbransinn á Íslandi óskipulagður. Lýsingar Catalinu á samskiptum sínum við íslenska karlmenn bera þess merki, en eru þeim mjög í hag. „Já, burtséð frá því hvað fólki finnst um kaup þeirra á þessari þjónustu – sem vel að merkja er refsiverð, þá held ég að vér íslenskir karlmenn megum vel við una í þrengsta skilningi, segir Jakob og vísar í bókina: „Íslenskir karlmenn nota margir Viagra og þá ekki aðeins þeir eldri. Annars er merkilegt að þeir eru flestir góðir í rúminu, burtséð frá aldri, alveg frá 17–18 ára og upp úr. … Íslenskir karlmenn eru góðir elskhugar og þegar maður heillast af einhverjum er hægt að hafa meiri nánd í kynlífinu þótt greitt sé fyrir það,“ segir í bókinni. Hið dökka man - ævisaga Catalina Mikue Ncogo - bókarkápa Jakob segir fátt vanta upp á ánægju Catalinu með íslenska karlmenn. „Já, ólíkt hefst fólk að. Miklar spekúlasjónir hafa verið um hvort Catalina muni ekki birta lista yfir viðskiptavini sína í bókinni. Það hefur ekki svo mikið sem hvarflað að henni. Henni þykir vænt um sína viðskiptavini sem hún lítur á sem vini sína – hún er í þessu til að gleðja og hún er reið út í dómstóla að dæma þá fyrir það sem hún telur engar sakir,“ segir Jakob. hdm@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Vændi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira