Fótbolti

Jacobsen: Danir geta komið á óvart

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Jacobsen í æfingaleiknum gegn Ástralíu í vikunni.
Jacobsen í æfingaleiknum gegn Ástralíu í vikunni. GettyImages
Danski varnarmaðurinn Lars Jacobsen, sem leikur með Blackburn, telur að Danir geti vel verið sú þjóð sem kemur mest á óvart á HM í sumar.

Danir eru í riðli með Hollandi, Japan og Kamerún.

Búast má við að Hollendingar fari upp úr riðlinum, en enginn er að tala um Dani sem líklega til að fara langt.

"Ef enginn er að tala um okkur, viljum við hafa það þannig. Við erum ekki með stórstjörnur í liðinu okkar en við erum samheldur hópur og við leggjum hart að okkur fyrir hvern annan," sagði Jacobsen.

"Við áttum frábæra undankeppni, við unnum Svía tvisvar, gerðum eitt jafntefli og unnum einn gegn Portúgal. Úrslitin tala fyrir sig sjálf."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×