Fótbolti

Martin Jol farinn frá Ajax - Næsti stjóri Newcastle?

Elvar Geir Magnússon skrifar

Martin Jol er hættur sem þjálfari hollenska liðsins Ajax en þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. Frank de Boer tekur við þjálfun liðsins þar til eftirmaður Jol finnst.

Jol er 54 ára en hann skilur við Ajax í fjórða sæti hollensku deildarinnar. Þá er liðið úr leik í Meistaradeild Evrópu.

Jol stýrði Tottenham fyrir nokkrum árum en talið er að hann gæti snúið aftur í enska boltann og er ansi sterklega orðaður við Newcastle sem lét Chris Hughton taka pokann sinn í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×