Innlent

Eins og á allt annarri plánetu

Þessi mynd er tekin í Meðallandi sem er í um 40 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri.
Þessi mynd er tekin í Meðallandi sem er í um 40 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri.

„Það var eins og maður væri kominn á aðra plánetu," segir Reynir Ragnarsson í Vík, sem var á ferð um Mýrdal í gærmorgun með jarðvísindamönnum að taka sýni úr gosöskunni.

„Ég hef aldrei áður upplifað svona svartnættis­myrkur á sólskinsdegi." Reynir segir að utan við mökkinn hafi dagsbirtan verið sérkennileg og óraunveruleg. „Árnar virtust svartar," segir Reynir.

Hann er fyrrverandi lögregluvarðstjóri og vegavinnuverkstjóri í Vík og hefur jafnan verið að störfum við hlaup og hamfarir í Skaftafellssýslum síðustu áratugi. Fáir eru því vanari akstri í sandstormum og stórviðrum á þessu svæði.

„Þetta er ólíkt öllu sem ég hef áður séð," segir Reynir Ragnarsson. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×