Fær ekki stuðning þrátt fyrir að hafa misst nær alla sjón og heyrn 23. nóvember 2010 18:59 Hvorki Akureyrarbær né Tryggingastofnun sjá ástæða til að styrkja fjölskyldu 15 ára drengs í hjólastól, sem hefur misst nær alla sjón og heyrn, til að breyta heimilinu þannig að drengurinn geti búið með fjölskyldu sinni. Fyrir 15 árum fæddist lítill drengur á Akureyri og var gefið nafnið Tryggvi Jón. Hann var heilbrigður og sterklegur og lífið virtist ætla brosa við honum. Þegar hann var um níu ára kom í ljós að töluð orð virtust ekki skila sér nægilega vel til hans. Eða eins og hann sagði sjálfur ,,ég heyri orðin en ég skil þau ekki." Síðan þá hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið yfir drenginn og fjölskyldu hans. Hann er nú blindur, heyrnarlaus og frá því í ágúst hefur hann þurft að vera í hjólastól. Ekki er vitað hvaða sjúkdómur hrjáir hann. Til að komast um dyr í húsinu verður hann að notast við hjólastól sem er of lítill fyrir hann og hann hefur ekki getað komist í bað á heimili sínu frá því hann hætti að geta gengið. Því þarf að ráðst í kostnaðarsamar breytingar til að hann geti áfram búið heima hjá sér. Hvorki heimabær hans Akureyri né Tryggingastofnun vill styrkja fjölskylduna við framkvæmdirnar. Ásta Reynisdóttir, móðir Tryggva Jóns, segir að fólk eigi að fá að búa á heimilum sínum. Málið snúist um mannréttindi enda sé Tryggvi Jón barn samkvæmt lögum. Akureyrarbær hefur boðið fjölskyldunni að fá íbúð á fimmtu hæð í blokk. Móðir hans segir þá hugmyndi mjög harðneskjulega, þá íbúð þekki Tryggvi Jón ekki og ekki umhverfið í kring. Þá verði hann einnig að skilja við besta vin sinn hundinn Gutta sem ekki fengi að fylgja fjölskyldunni í blokkina. Fjallað verður nánar um málið í Íslandi í dag. Þeir sem vilja styrkja Tryggva Jón og fjölskyldu hans er bent á eftirfarandi reikning sem er í nafni hans: kt. 150895-2869 0162-15-383629 Styrktarsíða Tryggva Jóns á samskiptavefnum Facebook. Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hætta á á Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Sjá meira
Hvorki Akureyrarbær né Tryggingastofnun sjá ástæða til að styrkja fjölskyldu 15 ára drengs í hjólastól, sem hefur misst nær alla sjón og heyrn, til að breyta heimilinu þannig að drengurinn geti búið með fjölskyldu sinni. Fyrir 15 árum fæddist lítill drengur á Akureyri og var gefið nafnið Tryggvi Jón. Hann var heilbrigður og sterklegur og lífið virtist ætla brosa við honum. Þegar hann var um níu ára kom í ljós að töluð orð virtust ekki skila sér nægilega vel til hans. Eða eins og hann sagði sjálfur ,,ég heyri orðin en ég skil þau ekki." Síðan þá hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið yfir drenginn og fjölskyldu hans. Hann er nú blindur, heyrnarlaus og frá því í ágúst hefur hann þurft að vera í hjólastól. Ekki er vitað hvaða sjúkdómur hrjáir hann. Til að komast um dyr í húsinu verður hann að notast við hjólastól sem er of lítill fyrir hann og hann hefur ekki getað komist í bað á heimili sínu frá því hann hætti að geta gengið. Því þarf að ráðst í kostnaðarsamar breytingar til að hann geti áfram búið heima hjá sér. Hvorki heimabær hans Akureyri né Tryggingastofnun vill styrkja fjölskylduna við framkvæmdirnar. Ásta Reynisdóttir, móðir Tryggva Jóns, segir að fólk eigi að fá að búa á heimilum sínum. Málið snúist um mannréttindi enda sé Tryggvi Jón barn samkvæmt lögum. Akureyrarbær hefur boðið fjölskyldunni að fá íbúð á fimmtu hæð í blokk. Móðir hans segir þá hugmyndi mjög harðneskjulega, þá íbúð þekki Tryggvi Jón ekki og ekki umhverfið í kring. Þá verði hann einnig að skilja við besta vin sinn hundinn Gutta sem ekki fengi að fylgja fjölskyldunni í blokkina. Fjallað verður nánar um málið í Íslandi í dag. Þeir sem vilja styrkja Tryggva Jón og fjölskyldu hans er bent á eftirfarandi reikning sem er í nafni hans: kt. 150895-2869 0162-15-383629 Styrktarsíða Tryggva Jóns á samskiptavefnum Facebook.
Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hætta á á Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Sjá meira