Innlent

Gáfu 100 hamborgarhryggi til hjálparstarfs

Margrét Beta Gunnarsdóttir og Benedikt Eyjólfsson frá Bílabúð Benna. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Steinunn V. Jónsdóttir og Margrét K. Sigurðardóttir frá Mæðrastyrksnefnd.
Margrét Beta Gunnarsdóttir og Benedikt Eyjólfsson frá Bílabúð Benna. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Steinunn V. Jónsdóttir og Margrét K. Sigurðardóttir frá Mæðrastyrksnefnd.

„Við tökum ofan fyrir því fólki sem hefur staðið að óeigingjörnu hjálparstarfi í áravís og viljum leggja málefninu lið. Það er því miður ekki vanþörf á" sögðu hjónin Margrét Beta Gunnarsdóttir og Benedikt Eyjólfsson, eigendur Bílabúðar Benna, við afhendingu á 100 hamborgarhryggjum til sameiginlegrar jólaaðstoðar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar RKÍ, nú í vikunni.

Í stað þess að senda viðskiptavinum sínum jólagjafir hefur Bílabúð Benna ákveðið að endurtaka leikinn frá í fyrra og gefa 100 Ali hamborgarhryggi, til fjölskyldna og einstaklinga, sem eru í neyð og þurfa á aðstoð að halda yfir hátíðarnar.

Benedikt vonast til að framtakið hreyfi við öðrum og hvetur önnur fyrirtæki til að styðja við hjálparstarf nú fyrir jólin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×