Innlent

Fordæma smygl á notuðum reiðtygjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helstu hagsmunaaðilar í hestamennsku fordæma smygl á notuðum reiðrygjum og óhreinum reiðfatnaði til landsins og harma að enn ríki slikt skilningsleysi á hættunni sem það hefur í för með sér fyrir heilbrigði hrossastofnsins. Greint var frá því á vef Matvælastofnunar í morgun að notuð reiðtygi og óhreinn reiðfatnaður fundust í gær við tollskoðun á bíl sem var að koma að utan með gámaflutningaskipi. Slíkt er brot á lögum um dýrasjúkdóma.

Í yfirlýsingu frá Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Félagi tamningamanna segir að í ljósi þess mikla tjóns sem „smitandi hósti" hafi valdið allri starfsemi í kringum íslenska hestinn á þessu ári, og ætti að vera öllum hestamönnum í fersku minni.

Samtökin segjast því treysta því að MAST fylgi málinu eftir samkvæmt landslögum. Samtökin hvetja alla hestamenn og aðra ferðamenn til að standa vörð um heilbrigði íslenska hrossastofnsins og virða reglur um sóttvarnir þar að lútandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×