Innlent

Jónína í þriðja sæti yfir mest seldu bækurnar

Valur Grettisson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Ævisaga Jónínu Benediktsdóttur, sem Sölvi Tryggvason ritaði, er í þriðja sæti yfir mest seldu bækurnar á tímabilinu 15-21. nóvember. Það er matreiðslubókin Léttir Réttir Hagkaups eftir Friðriku Hjördídi Geirsdóttur, sem trónir á toppnum. Í öðru sæti er glæpasagan Furðustrandir eftir Arnald Indriðason.

Birtingu metsölulista bókaútgefenda, sem unninn er af Rannsóknarsetri verslunarinnar, var frestað í gær vegna athugasemda vegna sölutalna á ævisögu Jónínu Benediktsdóttur eftir Sölva Tryggvason sem verslanir N1 selja. Fréttablaðið greindi frá því að 300 eintök sem voru seld til Office1 voru tvítalin.

Það kemur þó ekki að sök enda Jónína í þriðja sæti yfir mest seldu bækurnar. Þá trónir hún á toppnum yfir mest seldu ævisögurnar. Í öðru sæti er ævisaga Gunnars Thoroddsens eftir sagnfræðinginn Guðna Th. Jóhannesson.

Metsölulisti bókaverslana byggir á upplýsingum frá flestum bókaverslunum landsins og öðrum verslunum sem selja bækur (stórmörkuðum, bensínstöðvum o.fl.) . Þessar verslanir eru eftirtaldar:

Bókabúð Máls og menningar , Bókabúðin Iða, Bóksala stúdenta, Bónus, Hagkaup, Krónan, Kjarval, Nóatún, N1, Nettó, Office 1, Penninn - Eymundsson og Samkaup .

Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman listann fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda.

Hér fyrir neðan er svo listinn:

1 Léttir Réttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir - Hagkaup

2 Furðustrandir - Arnaldur Indriðason - Vaka-Helgafell

3 Jónína Ben - Sölvi Tryggvason - Sena

4 Stóra Disney matreiðslubókin - Ýmsir höfundar - Edda

5 Jólasyrpa 2010 - Disney - Edda

6 Bók fyrir forvitnar stelpur! - Þóra Tómasdóttir/Kristín Tómasdóttir - Veröld

7 Þokan - Þorgrímur Þráinsson - Mál og menning

8 Gunnar Thoroddsen - Guðni Th. Jóhannesson - JPV útgáfa

9 Þú getur eldað! - Annabel Karmel - Vaka-Helgafell

10 Útkall, pabbi hreyflarnir loga - Óttar Sveinsson - Útkall


Tengdar fréttir

Ævisaga Jónínu tvítalin á metsölulista bókaverslana

Birtingu metsölulista bókaútgefenda, sem unninn er af Rannsóknarsetri verslunarinnar, var frestað í gær vegna athugasemda annarra bókaútgefenda við sölutölur á ævisögu Jónínu Benediktsdóttur eftir Sölva Tryggvason sem verslanir N1 selja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×