Innlent

Alþingismenn vilja að efnt verði til fjölda rannsókna

Þingið samþykkti í september að stofna beri til þriggja rannsókna og úttekta. Þingmál til að uppfylla samþykktina hafa ekki enn verið flutt.
Þingið samþykkti í september að stofna beri til þriggja rannsókna og úttekta. Þingmál til að uppfylla samþykktina hafa ekki enn verið flutt. Mynd/Stefán Karlsson

Sex þingsályktunartillögur um rannsóknir hafa verið lagðar fram á Alþingi síðan það kom saman 1. október.  Snúa þær að einkavæðingu bankanna, Icesave, Íbúðalánasjóði, starfsháttum í ráðuneytum, athöfnum þingmanna í búsáhaldabyltingunni og stuðningnum við innrásina í Írak.

Tillögurnar eru misjafnlega á vegi staddar; sumum hefur verið vísað til nefndar en aðrar eru óræddar. Alþingi samþykkti í lok september þingsályktun um viðbrögð þess við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í henni segir að á vegum Alþingis eigi að rannsaka starfsemi lífeyrissjóða og fall sparisjóða auk stjórnsýsluúttektar á Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands.

Flytja þarf sérstök þingmál um hverja rannsókn og úttekt. Það hefur ekki verið gert.

bjorn@frettabladid.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×