Innlent

Tilfærsla fljótsins varhugaverð

Landeyjahöfn. Hugmyndin er að beina Markarfljóti til austurs vegna vandræða við höfnina.fréttablaðið/óskar
Landeyjahöfn. Hugmyndin er að beina Markarfljóti til austurs vegna vandræða við höfnina.fréttablaðið/óskar

Kristján Ólafsson, bóndi á Seljalandi, segir að landeigendur við fljótið telji að fyrirhugaður flutningur Markarfljóts til austurs vegna áhrifa á Landeyjahöfn muni hafa mikil áhrif á svæðinu. Í viðtali við eyjar.net segir Kristján að á frostavetrum hafi fljótið sprengt sér leið austur. „Nú er verið að hjálpa til við það af mannavöldum. Þetta eru náttúruhamfarir.“

Kristján segir að fólk hafi orðið að flýja bæi sína á árum áður vegna þessa. „Þarna er tekin skyndiákvörðun, það þarf að skoða afleiðingarnar miklu betur.“- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×