Skiptar skoðanir um gildi nýs sáttmála 25. nóvember 2010 06:00 Forystumenn launþega, atvinnurekenda, ríkis og sveitarfélaga gengu frá sáttmála um endurreisn efnahagslífsins sumarið 2009. Samtök atvinnulífsins sögðu sig frá honum níu mánuðum síðar. fréttablaðið/stefán Mynd/Steán Forystumenn launþegahreyfinga hafa misjafna afstöðu til hugmynda um gerð nýs stöðugleikasáttmála. Sumir eru hlynntir en aðrir hafa miklar efasemdir um að sú leið gagnist umbjóðendum þeirra. Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, er í hópi jákvæðra. „Við þekkjum af reynslu fyrri ára að kaupmáttaraukning hefur fengist í gegnum þjóðarsáttarsamninga. Ég er því þeirrar skoðunar að þetta sé skynsamasta leiðin að bættum kjörum,“ segir hann. Meginkrafa VR er að kaupmáttarrýrnunin undanfarið verði stöðvuð og að kaupmáttur verði byggður upp á ný. „Það þarf vegvísi til framtíðar með markmiðum um skatta, atvinnuuppbyggingu og fleira. Stöðugur gjaldmiðill er líka grunnforsenda þess að hægt sé að gera kjarasamninga sem standast til lengri tíma.“ Augljóst sé þó að nýr gjaldmiðill verði ekki tekinn upp í einu vetfangi en skilyrði fyrir upptöku evru séu út af fyrir sig góð markmið að fylgja. BHM ályktaði í vor um skilyrði fyrir þátttöku í heildarsátt um kjaramál. Í ályktuninni er meðal annars krafist leiðréttingar á kaupmáttarskerðingu frá miðju ári 2008 og að markvisst verði unnið að því að meta háskólamenntun til launa. „Ef ályktun okkar verður grundvöllur viðræðna þá erum við til,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, aðspurð um afstöðuna til hugmynda um nýjan stöðugleikasáttmála. Fram hefur komið að Samtök atvinnulífsins vilja samning til þriggja ára með „hóflegum“ launahækkunum. Guðlaug segist ekki skrifa undir sáttmála um að fylgja núverandi láglaunastefnu. Kjör félagsmanna aðildarfélaga BHM hafi rýrnað mikið, ráðstöfunartekjur sem kaupmáttur. Frá hruni hafi allt verið tekið af fólki sem ekki hafi verið naglfast í samningum; starfshlutafall lækkað, yfirvinna skert og vaktakerfum breytt. Laun háskólafólks hafi lækkað um 30 prósent, jafnvel meira, og dæmi séu um að þau séu komin undir bætur. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, lýsti í Ríkisútvarpinu í gær efasemdum um að nýr stöðugleikasáttmáli væri góð hugmynd. Sá gamli hafi reynst það illa. Möguleg sameigingleg vegferð launþega og vinnuveitenda í komandi kjaraviðræðum verður rædd á fundi í dag. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hætta á á Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Sjá meira
Forystumenn launþegahreyfinga hafa misjafna afstöðu til hugmynda um gerð nýs stöðugleikasáttmála. Sumir eru hlynntir en aðrir hafa miklar efasemdir um að sú leið gagnist umbjóðendum þeirra. Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, er í hópi jákvæðra. „Við þekkjum af reynslu fyrri ára að kaupmáttaraukning hefur fengist í gegnum þjóðarsáttarsamninga. Ég er því þeirrar skoðunar að þetta sé skynsamasta leiðin að bættum kjörum,“ segir hann. Meginkrafa VR er að kaupmáttarrýrnunin undanfarið verði stöðvuð og að kaupmáttur verði byggður upp á ný. „Það þarf vegvísi til framtíðar með markmiðum um skatta, atvinnuuppbyggingu og fleira. Stöðugur gjaldmiðill er líka grunnforsenda þess að hægt sé að gera kjarasamninga sem standast til lengri tíma.“ Augljóst sé þó að nýr gjaldmiðill verði ekki tekinn upp í einu vetfangi en skilyrði fyrir upptöku evru séu út af fyrir sig góð markmið að fylgja. BHM ályktaði í vor um skilyrði fyrir þátttöku í heildarsátt um kjaramál. Í ályktuninni er meðal annars krafist leiðréttingar á kaupmáttarskerðingu frá miðju ári 2008 og að markvisst verði unnið að því að meta háskólamenntun til launa. „Ef ályktun okkar verður grundvöllur viðræðna þá erum við til,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, aðspurð um afstöðuna til hugmynda um nýjan stöðugleikasáttmála. Fram hefur komið að Samtök atvinnulífsins vilja samning til þriggja ára með „hóflegum“ launahækkunum. Guðlaug segist ekki skrifa undir sáttmála um að fylgja núverandi láglaunastefnu. Kjör félagsmanna aðildarfélaga BHM hafi rýrnað mikið, ráðstöfunartekjur sem kaupmáttur. Frá hruni hafi allt verið tekið af fólki sem ekki hafi verið naglfast í samningum; starfshlutafall lækkað, yfirvinna skert og vaktakerfum breytt. Laun háskólafólks hafi lækkað um 30 prósent, jafnvel meira, og dæmi séu um að þau séu komin undir bætur. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, lýsti í Ríkisútvarpinu í gær efasemdum um að nýr stöðugleikasáttmáli væri góð hugmynd. Sá gamli hafi reynst það illa. Möguleg sameigingleg vegferð launþega og vinnuveitenda í komandi kjaraviðræðum verður rædd á fundi í dag. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hætta á á Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Sjá meira