Dæmdur lögreglumaður enn við störf 19. nóvember 2010 11:38 Stefán Eiríksson vill ekki tjá sig um hvort honun finnist óheppilegt að dæmdir lögreglumenn sinni löggæslu, og vísar á ríkislögreglustjóra Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður.Djúpt í árina tekið? Spurður hvort honum finnist óheppilegt fyrir lögregluna að þar sé starfandi lögreglumaður sem dæmdur hefur verið fyrir að hafa farið offari við handtöku, spyr Stefán á móti: „Er það ekki full djúpt í árina tekið? Er málið þannig vaxið? Er ekki verið að fjalla um heimildir lögreglu? Þessi spurning um hverjir starfa innan lögreglunnar eða ekki, það er spurning sem ríkislögreglustjóri á að svara." Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Lögreglumaðurinn G var sakfelldur fyrir brot gegn 132. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa og ekki gætt lögmætra aðferða er hann sem stjórnandi lögregluaðgerðar, í miðbæ Reykjavíkur, fyrirskipaði öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann þaðan út á Granda og skilja hann þar eftir."Fleiri starfað áfram eftir dóma Stefán bendir á að fordæmi eru fyrir því að lögreglumenn séu dæmdir en haldi þó áfram störfum sem lögreglumenn. „Það eru nokkur nýleg mál sem hafa komið upp þar sem lögreglumaður hefur verið dæmdur, eins og þú þekkir, en lögreglumenn hafa í fæstum tilvikum fengið brottvísun," segir hann. Að mati Stefáns er ekki hægt að setja neina meginreglu um hvort víkja eigi úr starfi þeim lögreglumönnum sem gerast brotlegir við lög. „Það er ekki hægt að tala um neina meginreglu. Það þarf að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann. Spurður aftur hvort honum finnist óheppilegt að láta dæmdan lögreglumann sinna löggæslu segir hann: „Ég ætla ekki að tjá mig um það einfaldlega því það er ekki mitt að segja til um það. En ég held að menn verði að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann.Á skilorði næstu tvö árin Blaðamaður hafði upphaflega samband við embætti ríkislögreglustjóra til að spyrjast fyrir um störf Garðars Helga og var þá vísað á Stefán Eiríksson, yfirmann Garðars. Garðar Helgi var ákærður fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Í héraðsdómi var Garðar Helgi sýknaður af öllum ákæruliðum. Hæstiréttur sýknaði hann aðeins af ákæru um líkamsárás. Hann var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið offari við handtöku og ekki hafa gætt lögmætra aðferða. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að haldi Garðar skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins skal refsing falla niður. Tengdar fréttir Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. 19. nóvember 2010 15:59 Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Garðar Helgi Magnússon, lögreglumaður, sem fundinn var sekur um að hafa farið offfari við handtöku er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort honum verður vikið úr starfi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það í höndum ríkislögreglustjóra hvort Garðar Helgi starfar áfram sem lögreglumaður.Djúpt í árina tekið? Spurður hvort honum finnist óheppilegt fyrir lögregluna að þar sé starfandi lögreglumaður sem dæmdur hefur verið fyrir að hafa farið offari við handtöku, spyr Stefán á móti: „Er það ekki full djúpt í árina tekið? Er málið þannig vaxið? Er ekki verið að fjalla um heimildir lögreglu? Þessi spurning um hverjir starfa innan lögreglunnar eða ekki, það er spurning sem ríkislögreglustjóri á að svara." Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Lögreglumaðurinn G var sakfelldur fyrir brot gegn 132. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa og ekki gætt lögmætra aðferða er hann sem stjórnandi lögregluaðgerðar, í miðbæ Reykjavíkur, fyrirskipaði öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann þaðan út á Granda og skilja hann þar eftir."Fleiri starfað áfram eftir dóma Stefán bendir á að fordæmi eru fyrir því að lögreglumenn séu dæmdir en haldi þó áfram störfum sem lögreglumenn. „Það eru nokkur nýleg mál sem hafa komið upp þar sem lögreglumaður hefur verið dæmdur, eins og þú þekkir, en lögreglumenn hafa í fæstum tilvikum fengið brottvísun," segir hann. Að mati Stefáns er ekki hægt að setja neina meginreglu um hvort víkja eigi úr starfi þeim lögreglumönnum sem gerast brotlegir við lög. „Það er ekki hægt að tala um neina meginreglu. Það þarf að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann. Spurður aftur hvort honum finnist óheppilegt að láta dæmdan lögreglumann sinna löggæslu segir hann: „Ég ætla ekki að tjá mig um það einfaldlega því það er ekki mitt að segja til um það. En ég held að menn verði að skoða hvert mál fyrir sig," segir hann.Á skilorði næstu tvö árin Blaðamaður hafði upphaflega samband við embætti ríkislögreglustjóra til að spyrjast fyrir um störf Garðars Helga og var þá vísað á Stefán Eiríksson, yfirmann Garðars. Garðar Helgi var ákærður fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Í héraðsdómi var Garðar Helgi sýknaður af öllum ákæruliðum. Hæstiréttur sýknaði hann aðeins af ákæru um líkamsárás. Hann var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið offari við handtöku og ekki hafa gætt lögmætra aðferða. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að haldi Garðar skilorð í tvö ár frá uppkvaðningu dómsins skal refsing falla niður.
Tengdar fréttir Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. 19. nóvember 2010 15:59 Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Dæmdum lögregluþjóni verður ekki vikið úr starfi Lögregluþjóninum Garðari Helga Magnússyni verður ekki vikið frá störfum eftir að hafa verið dæmdur til skilorðsbundinnar refsingar í Hæstarétti Íslands fyrir að fara offari við skyldustörf. 19. nóvember 2010 15:59
Lögreglumaður dæmdur í Hæstarétti Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon var dæmdur sekur í Hæstarétti í dag og var því sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við. 18. nóvember 2010 16:30