Íslendingar í forgang hjá Fjölskylduhjálp 25. mars 2010 06:00 Ásgerður Jóna hjá fjölskylduhjálp .... Fréttablaðið/GVA Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar, segir að byrjað hafi verið með þetta kerfi í gær og það verði til frambúðar, verði ásókn útlendinga í aðstoð áfram svo mikil. Útlendingarnir mæti snemma í biðröðina og starfsmenn Fjölskylduhjálparinnar hafi horft upp á það að íslensku barnafólki og eldri borgurum hafi vaxið biðin í augum og gefist upp. „Við stöndum ekki hér og horfum fram hjá því þegar eldra fólk, sem hefur stritað alla ævi, þarf frá að hverfa vegna ásóknar útlendinga sem eru margir hverjir einungis með dvalarleyfi og kannski ekki á bótum,“ segir Ásgerður Jóna. Í gær hafi um fimm hundruð fjölskyldum verið hjálpað, þar af hátt í tvö hundruð erlendum. Ásgerður segir erlenda biðraðamenningu öðruvísi en íslenska. Fílefldir pólskir karlmenn mæti til dæmis snemma dags. Síðar um daginn komi fleiri og fái kannski að fara inn í röðina hjá þeim. „Þetta er ákveðin sjálfsbjargarviðleitni hjá þeim,“ segir Ásgerður Jóna, sem ítrekar að allir hafi fengið mat í gær eins og venjulega og að einhverjar einstæðar erlendar mæður hafi einnig fengið að fara fram fyrir biðröðina. Héðan í frá, segir Ásgerður, eiga erlendir skjólstæðingar Fjölskylduhjálpar að koma með sérstakan pappír frá Félagsþjónustu Reykjavíkur og sýna þannig fram á að þeir þurfi í raun á aðstoð að halda. „Þeir mega koma einu sinni í mánuði en ef þeir þurfa meira eiga þeir að koma með pappíra.“ Erfitt sé að fylgjast með aðstæðum útlendinganna og vita hverjir séu hjálpar þurfi og hverjir ekki. Með þessu nýja kerfi ætti að fækka í röðunum. Íslendingar þurfi einnig að sýna fram á þörf fyrir aðstoð, til dæmis með því að sýna launaseðla. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þessar fréttir koma á óvart. Beðið verði um skýringar frá Fjölskylduhjálpinni á því hvers vegna þessi leið er farin. - kóþ / sjá síðu 2 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands beindi í gær fólki í tvær biðraðir í vikulegri matarúthlutun sinni. Í aðra röðina fóru útlendingar en í hina Íslendingar, sem gengu fyrir. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar, segir að byrjað hafi verið með þetta kerfi í gær og það verði til frambúðar, verði ásókn útlendinga í aðstoð áfram svo mikil. Útlendingarnir mæti snemma í biðröðina og starfsmenn Fjölskylduhjálparinnar hafi horft upp á það að íslensku barnafólki og eldri borgurum hafi vaxið biðin í augum og gefist upp. „Við stöndum ekki hér og horfum fram hjá því þegar eldra fólk, sem hefur stritað alla ævi, þarf frá að hverfa vegna ásóknar útlendinga sem eru margir hverjir einungis með dvalarleyfi og kannski ekki á bótum,“ segir Ásgerður Jóna. Í gær hafi um fimm hundruð fjölskyldum verið hjálpað, þar af hátt í tvö hundruð erlendum. Ásgerður segir erlenda biðraðamenningu öðruvísi en íslenska. Fílefldir pólskir karlmenn mæti til dæmis snemma dags. Síðar um daginn komi fleiri og fái kannski að fara inn í röðina hjá þeim. „Þetta er ákveðin sjálfsbjargarviðleitni hjá þeim,“ segir Ásgerður Jóna, sem ítrekar að allir hafi fengið mat í gær eins og venjulega og að einhverjar einstæðar erlendar mæður hafi einnig fengið að fara fram fyrir biðröðina. Héðan í frá, segir Ásgerður, eiga erlendir skjólstæðingar Fjölskylduhjálpar að koma með sérstakan pappír frá Félagsþjónustu Reykjavíkur og sýna þannig fram á að þeir þurfi í raun á aðstoð að halda. „Þeir mega koma einu sinni í mánuði en ef þeir þurfa meira eiga þeir að koma með pappíra.“ Erfitt sé að fylgjast með aðstæðum útlendinganna og vita hverjir séu hjálpar þurfi og hverjir ekki. Með þessu nýja kerfi ætti að fækka í röðunum. Íslendingar þurfi einnig að sýna fram á þörf fyrir aðstoð, til dæmis með því að sýna launaseðla. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þessar fréttir koma á óvart. Beðið verði um skýringar frá Fjölskylduhjálpinni á því hvers vegna þessi leið er farin. - kóþ / sjá síðu 2
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira