Rappheimur í sjokki eftir hnífaárás atvinnukrimmans 15. febrúar 2010 20:15 Dóri DNA segir rappheiminn í sjokki. „Þetta hefur aldrei gerst áður á Íslandi," segir tónlistarmaðurinn Halldór Halldórsson, oftast nefndur Dóri DNA, um hnífaárás Móra þar sem hann reyndi að stinga tónlistarmanninn Erp Eyvindarson síðdegis í dag. Dóri DNA heldur úti rappþættinum Haförninn á Rás 2 og þekkir mjög vel til rapptónlistarheimsins. Spurður hvort árásin í dag eigi sér fordæmi segir hann svo ekki vera. Magnús Ómarsson, sem gengur undir listamannaheitinu Móri, reyndi í dag að stinga Erp Eyvindarson með hnífi. Aðdragandinn var sá að þeir Erpur hafa verið að kýta í fjölmiðlum. Erpur sagði meðal annars að Móri væri ljómandi gott dæmi um skaðsemi kannabisreykinga en Móri hefur barist ötullega fyrir lögleiðingu kannabis á Íslandi. Mikill viðbúnaður var vegna árásarinnar. Það var svo í dag sem þeir áttu að hittast í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977. Þar áttu þeir að jafna sakirnar. Flestir stóðu í þeirri trú að kollegarnir myndu eingöngu ræða málin eins og siðaðir menn en Móri virðist ekki hafa verið á þeim nótunum. Hann mætti í húsakynni útvarpsstöðvarinnar í Skaftahlíð vopnaður hnífi og rafbyssu. Þá var hann með dobermanhund með sér. Móri kom fyrstu á vettvang um klukkan hálf fimm í dag. Erpur kom stuttu síðar. Þá sauð strax upp úr en Móri lagði til Erps með hnífnum. Öðrum þáttastjórnanda Harmageddons, Frosti Logason, náði að halda aftur að Móra þannig hann náði ekki að stinga tónlistarmanninn. Erpur tók til fótanna og Móri á eftir. Erpi tókst svo að verjast hnífaárásinni með kústskafti sem hann fann. Móri gaf sig fram klukkan hálf sex. Stuttu síðar flúði Móri og lögreglan kom á vettvang. Móra var leitað af öllu tiltæku lögregluliði í Reykjavík en gaf sig fram klukkustund síðar. Hann hefur verið kærður fyrir tilraun til manndráps. Að sögn Dóra DNA þá er þetta í fyrsta skiptið sem svona átök eiga sér stað á Íslandi. Slíkt er þó ekki óalgengt út í Bandaríkjunum en þar hafa rapparar meðal annars verið myrtir í slíkum deilum. Skemmst er að minnast tónlistarmannsins Tupaq Shakur sem var skotinn á tíunda áratugnum. Spurður hvort Íslendingar megi búast við harðnandi átökum í rappheiminum segir Dóri DNA: „Bandaríkin eru svo stór markaður og allt umdeilt selur. Það á ekki við hérna." Dóri segir íslenska rapptónlistarmenn mjög brugðið að heyra af árásinni. „Rappheimurinn er bara í sjokki," segir hann. Aðspurður hvort svona árás kalli á hefnd eins og í Bandaríkjunum segir hann svo alls ekki vera. Hann segir að málið eigi að fara sína leið í dómsmálakerfinu. „Ég meina, við erum bara fullorðnir menn í vinnu og námi. Við getum ekki staðið í svona kjaftæði," segir Dóri um árásina. Erpur Eyvindarson hefur kært Móra fyrir morðtilraun. Athygli vekur að Móri hefur gert mikið úr glæpaiðkun í texta laganna sinna. Meðal annars heitir eitt lagið Atvinnukrimmi. Þar segist hann hafa þurft að dúsa í steininum en ætli aldrei að láta ná sér á lífi aftur. Spurður hvort Móri sé ekki bara einlægur í því sem hann gerir segir Dóri: „Þetta atvik gefur kolvitlausa hugmynd um rappheiminn." Hann bætir svo við að rokkheimurinn hafi farið verr út úr slíkum árásum á Íslandi heldur en rappheimurinn. Þáttur Dóra, Haförninn, verður á miðnætti á morgun en þar verður málið tekið fyrir að sögn Dóra. Hann segist hafa samið leikrit um atvikið sem verður frumflutt í þættinum. Þá mun hann fjalla ítarlega um málið að auki. Þá ætlar hann að spila lög beggja aðila en Erpur samdi meðal annars lagið Burðadýr um Móra að sögn Dóra DNA. Þá er spurning hvort lagið Atvinnukrimmi fái ekki að hljóma einnig en þar má finna þessa setningu: „Ef þú fokkar í mér þá munt þú aldrei fá frið því ég gef aldrei grið." Sem hljóta að vera nokkuð slæmar fréttir fyrir Erp.Hér má svo hlusta á Atvinnukrimmann. Tengdar fréttir Rappstríð í Reykjavík: Útvarpsmaður kom til bjargar „Þetta er einn æsilegasti þátturinn sem ég hef verið í,“ segir Frosti Logason, annar umsjónarmanna þáttarins Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu en hann lenti í átökum við rapparann Magnús Ómarsson, eða Móra eins og hann er kallaður, þegar hann lagði til Erps Eyvindarsonar með hnífi. 15. febrúar 2010 17:35 Móri reyndi að stinga Erp Magnús Ómarsson, betur þekktur sem Móri, reyndi að stinga rapparann Erp Eyvindarson í húsakynnum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Skaftahlíð í dag. Móri og Erpur hafa deilt harkalega að undanförnu. Erpur lýsti til að mynda yfir í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu á dögunum að hann hefði uppgvötað Móra á sínum tíma. Móri sagðist aftur í móti í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi vera búinn að rappa síðan Erpur var í bleyju. 15. febrúar 2010 16:56 Móri gaf sig fram til lögreglu Tónlistarmaðurinn Móri, eða Magnús Ómarsson, gaf sig fram til lögreglunnar í Reykjavík um klukkan hálf sex í kvöld. Þá hafði lögreglan leitað hans vegna hnífaárásar þar sem Móri á að hafa lagt til Erps Eyvindarsonar, tónlistarmanns, með hnífi. Erpur hlaut skrámur við árásina en slapp furðu vel, meðal annars vegna þess að útvarpsmaðurinn Frosti Logason gekk á milli þeirra. 15. febrúar 2010 18:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Þetta hefur aldrei gerst áður á Íslandi," segir tónlistarmaðurinn Halldór Halldórsson, oftast nefndur Dóri DNA, um hnífaárás Móra þar sem hann reyndi að stinga tónlistarmanninn Erp Eyvindarson síðdegis í dag. Dóri DNA heldur úti rappþættinum Haförninn á Rás 2 og þekkir mjög vel til rapptónlistarheimsins. Spurður hvort árásin í dag eigi sér fordæmi segir hann svo ekki vera. Magnús Ómarsson, sem gengur undir listamannaheitinu Móri, reyndi í dag að stinga Erp Eyvindarson með hnífi. Aðdragandinn var sá að þeir Erpur hafa verið að kýta í fjölmiðlum. Erpur sagði meðal annars að Móri væri ljómandi gott dæmi um skaðsemi kannabisreykinga en Móri hefur barist ötullega fyrir lögleiðingu kannabis á Íslandi. Mikill viðbúnaður var vegna árásarinnar. Það var svo í dag sem þeir áttu að hittast í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977. Þar áttu þeir að jafna sakirnar. Flestir stóðu í þeirri trú að kollegarnir myndu eingöngu ræða málin eins og siðaðir menn en Móri virðist ekki hafa verið á þeim nótunum. Hann mætti í húsakynni útvarpsstöðvarinnar í Skaftahlíð vopnaður hnífi og rafbyssu. Þá var hann með dobermanhund með sér. Móri kom fyrstu á vettvang um klukkan hálf fimm í dag. Erpur kom stuttu síðar. Þá sauð strax upp úr en Móri lagði til Erps með hnífnum. Öðrum þáttastjórnanda Harmageddons, Frosti Logason, náði að halda aftur að Móra þannig hann náði ekki að stinga tónlistarmanninn. Erpur tók til fótanna og Móri á eftir. Erpi tókst svo að verjast hnífaárásinni með kústskafti sem hann fann. Móri gaf sig fram klukkan hálf sex. Stuttu síðar flúði Móri og lögreglan kom á vettvang. Móra var leitað af öllu tiltæku lögregluliði í Reykjavík en gaf sig fram klukkustund síðar. Hann hefur verið kærður fyrir tilraun til manndráps. Að sögn Dóra DNA þá er þetta í fyrsta skiptið sem svona átök eiga sér stað á Íslandi. Slíkt er þó ekki óalgengt út í Bandaríkjunum en þar hafa rapparar meðal annars verið myrtir í slíkum deilum. Skemmst er að minnast tónlistarmannsins Tupaq Shakur sem var skotinn á tíunda áratugnum. Spurður hvort Íslendingar megi búast við harðnandi átökum í rappheiminum segir Dóri DNA: „Bandaríkin eru svo stór markaður og allt umdeilt selur. Það á ekki við hérna." Dóri segir íslenska rapptónlistarmenn mjög brugðið að heyra af árásinni. „Rappheimurinn er bara í sjokki," segir hann. Aðspurður hvort svona árás kalli á hefnd eins og í Bandaríkjunum segir hann svo alls ekki vera. Hann segir að málið eigi að fara sína leið í dómsmálakerfinu. „Ég meina, við erum bara fullorðnir menn í vinnu og námi. Við getum ekki staðið í svona kjaftæði," segir Dóri um árásina. Erpur Eyvindarson hefur kært Móra fyrir morðtilraun. Athygli vekur að Móri hefur gert mikið úr glæpaiðkun í texta laganna sinna. Meðal annars heitir eitt lagið Atvinnukrimmi. Þar segist hann hafa þurft að dúsa í steininum en ætli aldrei að láta ná sér á lífi aftur. Spurður hvort Móri sé ekki bara einlægur í því sem hann gerir segir Dóri: „Þetta atvik gefur kolvitlausa hugmynd um rappheiminn." Hann bætir svo við að rokkheimurinn hafi farið verr út úr slíkum árásum á Íslandi heldur en rappheimurinn. Þáttur Dóra, Haförninn, verður á miðnætti á morgun en þar verður málið tekið fyrir að sögn Dóra. Hann segist hafa samið leikrit um atvikið sem verður frumflutt í þættinum. Þá mun hann fjalla ítarlega um málið að auki. Þá ætlar hann að spila lög beggja aðila en Erpur samdi meðal annars lagið Burðadýr um Móra að sögn Dóra DNA. Þá er spurning hvort lagið Atvinnukrimmi fái ekki að hljóma einnig en þar má finna þessa setningu: „Ef þú fokkar í mér þá munt þú aldrei fá frið því ég gef aldrei grið." Sem hljóta að vera nokkuð slæmar fréttir fyrir Erp.Hér má svo hlusta á Atvinnukrimmann.
Tengdar fréttir Rappstríð í Reykjavík: Útvarpsmaður kom til bjargar „Þetta er einn æsilegasti þátturinn sem ég hef verið í,“ segir Frosti Logason, annar umsjónarmanna þáttarins Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu en hann lenti í átökum við rapparann Magnús Ómarsson, eða Móra eins og hann er kallaður, þegar hann lagði til Erps Eyvindarsonar með hnífi. 15. febrúar 2010 17:35 Móri reyndi að stinga Erp Magnús Ómarsson, betur þekktur sem Móri, reyndi að stinga rapparann Erp Eyvindarson í húsakynnum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Skaftahlíð í dag. Móri og Erpur hafa deilt harkalega að undanförnu. Erpur lýsti til að mynda yfir í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu á dögunum að hann hefði uppgvötað Móra á sínum tíma. Móri sagðist aftur í móti í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi vera búinn að rappa síðan Erpur var í bleyju. 15. febrúar 2010 16:56 Móri gaf sig fram til lögreglu Tónlistarmaðurinn Móri, eða Magnús Ómarsson, gaf sig fram til lögreglunnar í Reykjavík um klukkan hálf sex í kvöld. Þá hafði lögreglan leitað hans vegna hnífaárásar þar sem Móri á að hafa lagt til Erps Eyvindarsonar, tónlistarmanns, með hnífi. Erpur hlaut skrámur við árásina en slapp furðu vel, meðal annars vegna þess að útvarpsmaðurinn Frosti Logason gekk á milli þeirra. 15. febrúar 2010 18:07 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Rappstríð í Reykjavík: Útvarpsmaður kom til bjargar „Þetta er einn æsilegasti þátturinn sem ég hef verið í,“ segir Frosti Logason, annar umsjónarmanna þáttarins Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu en hann lenti í átökum við rapparann Magnús Ómarsson, eða Móra eins og hann er kallaður, þegar hann lagði til Erps Eyvindarsonar með hnífi. 15. febrúar 2010 17:35
Móri reyndi að stinga Erp Magnús Ómarsson, betur þekktur sem Móri, reyndi að stinga rapparann Erp Eyvindarson í húsakynnum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Skaftahlíð í dag. Móri og Erpur hafa deilt harkalega að undanförnu. Erpur lýsti til að mynda yfir í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu á dögunum að hann hefði uppgvötað Móra á sínum tíma. Móri sagðist aftur í móti í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi vera búinn að rappa síðan Erpur var í bleyju. 15. febrúar 2010 16:56
Móri gaf sig fram til lögreglu Tónlistarmaðurinn Móri, eða Magnús Ómarsson, gaf sig fram til lögreglunnar í Reykjavík um klukkan hálf sex í kvöld. Þá hafði lögreglan leitað hans vegna hnífaárásar þar sem Móri á að hafa lagt til Erps Eyvindarsonar, tónlistarmanns, með hnífi. Erpur hlaut skrámur við árásina en slapp furðu vel, meðal annars vegna þess að útvarpsmaðurinn Frosti Logason gekk á milli þeirra. 15. febrúar 2010 18:07