Fótbolti

Mistækir markmenn Englands - myndbönd

Elvar Geir Magnússon skrifar
Robert Green.
Robert Green.

Á kaffistofum þeirra vinnustaða þar sem unnið er á sunnudögum hefur mikið verið rætt um mistök enska markvarðarins Robert Green gegn Bandaríkjunum.

Englendingar hafa í gegnum tíðina skartað ansi mistakagjörnum markvörðum og atvikið í gær alls ekki það fyrsta þar sem mark skrifast algjörlega á enskan landsliðsmarkvörð.

Hér má sjá nokkur fræg atvik.

Paul Robinson (Króatía - England 2-0, 2006 undankeppni EM)

Gary Neville átti sakleysislega sendingu til baka sem varð að marki.

David Seaman (Brasilía - England 2-1, 2002 HM)

Aukaspyrna Ronaldinho flaug yfir David Seaman.

David James (Austurríki - England 2-2, 2004 undankeppni HM)

Austurríkismenn jöfnuðu með þessu slysalega marki.

Scott Carson (England - Króatía 2-3, 2007 undankeppni EM)

Hryllileg mistök hjá Carson í hans fyrsta landsleik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×