Fótbolti

Örlög Steve McClaren ráðin - Wolfsburg steinlá í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve McClaren.
Steve McClaren. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Örlög Steve McClaren knattspyrnustjóra þýska fótboltaliðsins, Wolfsburg, réðustu væntanlega í kvöld þegar liðið tapaði 1-3 á heimavelli á móti b-deildarliðinu Energie Cottbus í 16 liða úrslitum þýska bikarsins.

Cottbus komst í 3-0 í fyrri hálfleik en það dugði Wolfsburg ekki að vera með boltann 70 prósent leiktímans í seinni hálfleiknum því þeir náðu aðeins að skora eitt mark.

Wolfsburg hefur nú spilað átta leiki í röð án þess að sigra og er komið niður í 13. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Framundan er fjögurra vikna vetrarfrí og forráðamenn Wolfsburg eru líklegir til að nýta sér það til þess að finna nýjan þjálfara.

Wolfsburg varð þýskur meistari undir stjórn Felix Magath 2008-2009 en endaði í 8. sæti í fyrra. Liðið rak eftirmann Felix Magath, Armin Veh, á svipuðum tíma í fyrra en liðið varð þá í 10. sæti í deildinni eftir fyrri hluta tímabislins.

Steve McClaren er fyrrum þjálfari enska landsliðsins en þegar hann tók við Wolfsburg-liðinu í haust varð hann fyrsti enski þjálfarinn í þýsku úrvalsdeildinni. McClaren gerði Twente að hollenskum meisturum á síðasta tíambili en Wolfsburg hefur aðeins unnið 4 af 17 deildarleikjum sínum undir hans stjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×