Fótbolti

Lippi orðaður við þjálfarastarfið hjá Roma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hlutirnir eru fljótir að breytast í boltanum. Fyrir aðeins nokkrum mánuðum var Claudio Ranieri hetjan hjá AS Roma og félagið virtist helst vilja semja við hann út öldina.

Aðeins nokkrum fótboltaleikjum síðar er orðið heitt undir Ranieri og byrjað að orða Marcello Lippi, fyrrum landsliðsþjálfara, við starfið hans.

Ranieri og Francesco Totti eru farnir að rífast og stemningin í klefanum hjá Roma gæti verið betri. Stjórnarmenn félagsins hafa miklar áhyggjur af þess ástandi og hafa sett leikmenn félagsins í fjölmiðlabann.

Gengi Roma í upphafi leiktíðar hefur valdið mikil vonbrigðum og ekki útlit fyrir að það sé að breytast meðan stemningin er léleg.

Ranieri skrifaði aldrei undir nýjan samning þegar Roma virtist elska hann því hann hafði augastað á landsliðsþjálfarastöðunni.

Nú er búið að draga öll samningstilboð til baka og Ranieri gæti þess vegna fengið enn eitt sparkið á ferlinum fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×