Framtíð Heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar 21. október 2010 10:45 Það er tíðrætt um niðurskurð í heilbrigðis og velferðarkerfi okkar, boðaða byggðaröskun honum samfara ásamt öryggisleysi sjúklinga og starfsmanna í tengslum við þá umræðu sem fram fer. Ekki má gleyma þeirri sundrungu sem fjárlagafrumvarpið hefur þegar valdið milli landsbyggðarkjarna annars vegar og svo þeirra gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Aðilar rísa upp og lýsa eigin ágæti og nauðsyn þess að standa vörð um þá þjónustu sem veitt hefur verið. Mótmælafundir íbúa bera keim af eiginhagsmunapoti og samanburði landsfjórðunga hvað snertir tekjuöflun þeirra til þjóðarbúsins hlutfallslega samanborið við kostnaðarhlutdeild þeirra sömu í útgjöldum ríkisins til heilbrigðisþjónustu. Það kann ekki góðri lukku að stýra, ákveðin sveitarfélög ættu þá lítinn sem engan rétt á slíkri þjónustu, eða hvað? Reglubundið er tiltekið markmið heilbrigðislaga í þessari umræðu að allir landsmenn eigi að njóta bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðalatriði síðustu setningar felst í samhenginu við tíma og möguleika. Á þessum tímapunkti virðist ekki vera völ á betri þjónustu en raun ber vitni samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Það virðist ekki verið haft samráð varðandi tillögugerð við stjórnendur og fagfólk þeirra eininga sem um ræðir og þeim blöskrar hversu ískalt er gengið til verks. Heilbrigðisráðherra hefur fundað að eigin sögn og hans fólk úr ráðuneytinu undanfarið með stjórnendum og þeir bíða milli vonar og ótta að eitthvað verði dregið í land með niðurskurð hjá þeim, en vonin er lítil. Það hefur verið ítrekað oftar en einu sinni að heildarfjárhæð skerðingar muni ekki breytast, en hún er tæplega 5 milljarðar króna. Sumir segja að boðuð uppstokkun heilbrigðiskerfisins fari nú fram í skjóli kreppu, en hefði átt að eiga sér stað mun fyrr, nú sé tækifærið! Sá sem horfir á þetta hagsmunalaus gæti sagt að sveitarfélögin og heilbrigðisstofnanir muni ganga af hvorri annarri dauðri í þeirri baráttu um fjárframlög sem nú fer fram, dagljóst er að niðurskurðurinn mun eiga sér stað einhvers staðar, ekki satt? Þingmenn rúnir trausti keppast við að lýsa yfir vilja sínum til hjálpar kjördæmi sínu að berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði, nánast eins og kosningar væru í nánd og betra væri að tryggja nokkur atkvæði og berja sér á brjóst. Aumkunarvert í raun, enda engin leið að allir nái að uppfylla þau loforð sem þeir gefa. Þá má segja að þingmenn hlaðnir sérhagsmunum berjist á þingi og verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða sveitarfélag á endanum fer með „sigur" í þessari rimmu. Einskonar Útsvar á Alþingi Íslendinga fyrir þá sem kannast við sjónarpsþáttinn á RÚV. En hver er stefnan og hvernig mun hún auka eða viðhalda heilbrigði landsmanna? Það á að bæta eða öllu heldur verja grunnþjónustuna sem túlka má sem heilsugæslu , styðja við 2 sjúkrahús á landsvísu samanber Landspítala Háskólasjúkrahús og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Skera niður þjónustu sérfræðilækna og einfalda til muna lyfjanotkun auk almenns niðurskurðar á sjúkrahússviðum heilbrigðistofnana eru þau atriði sem helst ber að nefna. Hvað þýðir það fyrir sjúklinga og hina almennu borgara og hvernig getum við treyst því að rétt sé farið að? QALY (Quality adjusted life year) er kostnaðarábatagreining tengd meðferð við sjúkdómi og er hægt að nota til að átta sig á framlegð við læknisþjónustu, þá eru einnig EMC (Efficient Medical Care) CEMC (Cost Effective Medical Care) auk annarra tæki sem geta aðstoðað enn frekar við vinnu þá sem fram þarf að fara í mótun heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Fagfólk og ráðuneyti verða að starfa þétt saman og þarf djarfa umræðu um það hvernig skuli skipta takmörkuðum fjármunum ríkisins. Ekki er auðséð að lausnin sé að færa þjónustuna til sveitarfélaga. Við áttum okkur á því að gæði þjónustunnar eru misskipt sem stendur, grunnþjónusta virðist víða betri úti á landi. Sjúkrahúsþjónusta á sér hins vegar engan líka utan Landspítala hérlendis hvað snertir möguleika til meðferðar. Þetta mun breytast lítið á næstu árum nema með miklu átaki, líklegra er að grunnþjónusta batni á höfuðborgarsvæðinu og sérhæfðari þjónusta leggjist mikið til af á landsbyggðinni, því miður. Það er vitað að í heilbrigðiskerfinu er of mikið um tvíverknað og óþarfa rannsóknir, eftirlit með þjónustu gæti verið betra, verkstjórn og flæði sjúklinga er ekki vel skilgreint og afmarkað, rígur og valdabarátta milli heilbrigðisstétta verður að víkja, þá eiga hvatakerfi og fjölbreytt rekstrarform að vera valmöguleiki og bæta þarf forvarnir. Þörf er á að skilgreina hvað við eigum að gera hér heima og hvað erlendis á sama hátt og við tökum afstöðu til landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins hvað snertir þjónustu. Allt þarf þetta að byggja á gæðaviðmiðum og árangursmælingum sem eiga að vera grundvöllur inn í framtíðina. Góð heilbrigðisþjónusta er ekki sjálfsögð réttindi okkar allra heldur mjög mikilvæg og dýrmæt gæði sem verður að hlúa að með alúð og tryggja sem best með samvinnu aðila og sameiginlegum skilningi. Þjóðhagslegan ávinning af góðri heilbrigðisþjónustu er hægt að meta til fjár og hann er sko ekkert smáræði, engu að síður þarf að taka til og bæta afkomuna enn frekar. Slíkt verður ekki gert nema í samráði við fagaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er tíðrætt um niðurskurð í heilbrigðis og velferðarkerfi okkar, boðaða byggðaröskun honum samfara ásamt öryggisleysi sjúklinga og starfsmanna í tengslum við þá umræðu sem fram fer. Ekki má gleyma þeirri sundrungu sem fjárlagafrumvarpið hefur þegar valdið milli landsbyggðarkjarna annars vegar og svo þeirra gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Aðilar rísa upp og lýsa eigin ágæti og nauðsyn þess að standa vörð um þá þjónustu sem veitt hefur verið. Mótmælafundir íbúa bera keim af eiginhagsmunapoti og samanburði landsfjórðunga hvað snertir tekjuöflun þeirra til þjóðarbúsins hlutfallslega samanborið við kostnaðarhlutdeild þeirra sömu í útgjöldum ríkisins til heilbrigðisþjónustu. Það kann ekki góðri lukku að stýra, ákveðin sveitarfélög ættu þá lítinn sem engan rétt á slíkri þjónustu, eða hvað? Reglubundið er tiltekið markmið heilbrigðislaga í þessari umræðu að allir landsmenn eigi að njóta bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðalatriði síðustu setningar felst í samhenginu við tíma og möguleika. Á þessum tímapunkti virðist ekki vera völ á betri þjónustu en raun ber vitni samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Það virðist ekki verið haft samráð varðandi tillögugerð við stjórnendur og fagfólk þeirra eininga sem um ræðir og þeim blöskrar hversu ískalt er gengið til verks. Heilbrigðisráðherra hefur fundað að eigin sögn og hans fólk úr ráðuneytinu undanfarið með stjórnendum og þeir bíða milli vonar og ótta að eitthvað verði dregið í land með niðurskurð hjá þeim, en vonin er lítil. Það hefur verið ítrekað oftar en einu sinni að heildarfjárhæð skerðingar muni ekki breytast, en hún er tæplega 5 milljarðar króna. Sumir segja að boðuð uppstokkun heilbrigðiskerfisins fari nú fram í skjóli kreppu, en hefði átt að eiga sér stað mun fyrr, nú sé tækifærið! Sá sem horfir á þetta hagsmunalaus gæti sagt að sveitarfélögin og heilbrigðisstofnanir muni ganga af hvorri annarri dauðri í þeirri baráttu um fjárframlög sem nú fer fram, dagljóst er að niðurskurðurinn mun eiga sér stað einhvers staðar, ekki satt? Þingmenn rúnir trausti keppast við að lýsa yfir vilja sínum til hjálpar kjördæmi sínu að berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði, nánast eins og kosningar væru í nánd og betra væri að tryggja nokkur atkvæði og berja sér á brjóst. Aumkunarvert í raun, enda engin leið að allir nái að uppfylla þau loforð sem þeir gefa. Þá má segja að þingmenn hlaðnir sérhagsmunum berjist á þingi og verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða sveitarfélag á endanum fer með „sigur" í þessari rimmu. Einskonar Útsvar á Alþingi Íslendinga fyrir þá sem kannast við sjónarpsþáttinn á RÚV. En hver er stefnan og hvernig mun hún auka eða viðhalda heilbrigði landsmanna? Það á að bæta eða öllu heldur verja grunnþjónustuna sem túlka má sem heilsugæslu , styðja við 2 sjúkrahús á landsvísu samanber Landspítala Háskólasjúkrahús og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Skera niður þjónustu sérfræðilækna og einfalda til muna lyfjanotkun auk almenns niðurskurðar á sjúkrahússviðum heilbrigðistofnana eru þau atriði sem helst ber að nefna. Hvað þýðir það fyrir sjúklinga og hina almennu borgara og hvernig getum við treyst því að rétt sé farið að? QALY (Quality adjusted life year) er kostnaðarábatagreining tengd meðferð við sjúkdómi og er hægt að nota til að átta sig á framlegð við læknisþjónustu, þá eru einnig EMC (Efficient Medical Care) CEMC (Cost Effective Medical Care) auk annarra tæki sem geta aðstoðað enn frekar við vinnu þá sem fram þarf að fara í mótun heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Fagfólk og ráðuneyti verða að starfa þétt saman og þarf djarfa umræðu um það hvernig skuli skipta takmörkuðum fjármunum ríkisins. Ekki er auðséð að lausnin sé að færa þjónustuna til sveitarfélaga. Við áttum okkur á því að gæði þjónustunnar eru misskipt sem stendur, grunnþjónusta virðist víða betri úti á landi. Sjúkrahúsþjónusta á sér hins vegar engan líka utan Landspítala hérlendis hvað snertir möguleika til meðferðar. Þetta mun breytast lítið á næstu árum nema með miklu átaki, líklegra er að grunnþjónusta batni á höfuðborgarsvæðinu og sérhæfðari þjónusta leggjist mikið til af á landsbyggðinni, því miður. Það er vitað að í heilbrigðiskerfinu er of mikið um tvíverknað og óþarfa rannsóknir, eftirlit með þjónustu gæti verið betra, verkstjórn og flæði sjúklinga er ekki vel skilgreint og afmarkað, rígur og valdabarátta milli heilbrigðisstétta verður að víkja, þá eiga hvatakerfi og fjölbreytt rekstrarform að vera valmöguleiki og bæta þarf forvarnir. Þörf er á að skilgreina hvað við eigum að gera hér heima og hvað erlendis á sama hátt og við tökum afstöðu til landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins hvað snertir þjónustu. Allt þarf þetta að byggja á gæðaviðmiðum og árangursmælingum sem eiga að vera grundvöllur inn í framtíðina. Góð heilbrigðisþjónusta er ekki sjálfsögð réttindi okkar allra heldur mjög mikilvæg og dýrmæt gæði sem verður að hlúa að með alúð og tryggja sem best með samvinnu aðila og sameiginlegum skilningi. Þjóðhagslegan ávinning af góðri heilbrigðisþjónustu er hægt að meta til fjár og hann er sko ekkert smáræði, engu að síður þarf að taka til og bæta afkomuna enn frekar. Slíkt verður ekki gert nema í samráði við fagaðila.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun