Fótbolti

Klose aftur á meiðslalistann hjá Bayern

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Miroslav Klose.
Miroslav Klose. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Miroslav Klose, framherji Bayern Munchen og þýska landsliðsins, var ekki fyrr kominn af meiðslalistanum að hann meiddist aftur á sama stað. Klose verður ekkert með næstu þrjár vikurnar eftir að hafa meiðst aðeins degi eftir að hafa snúið til baka eftir tveggja vikna fjarveru.

Hinn 32 ára gamli Miroslav Klose er meiddur aftan í vinstra læri en hann meiddist nú síðast á æfingu með varaliðinu. Klose hefur skorað 3 mörk í 7 leikjum með Bayern á tímabilinu en á sama tíma hefur hann skorað sex mörk með þýska landsliðinu í fyrstu fjórum leikjum liðsins í undankeppni EM.

Klose er enn einn leikmaður þýsku meistarana sem er á meiðslalistanum en þar eru líka menn eins og Arjen Robben, Franck Ribery, fyrirliðinn Mark van Bommel og Diego Contento. Bayern er í 11. sæti í þýsku deildinni og hefur aldrei byrjað eins illa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×