Fótbolti

Sneijder ekki þreyttur og hungraður í meira

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Sneijder er lykilmaður í liði Hollands.
Sneijder er lykilmaður í liði Hollands. GettyImages
Wesley Sneijder segist ekki finna fyrir neinni þreytu fyrir HM í sumar. Hollendingurinn spilaði mikinn fjölda leikja á síðasta tímabili, meðal annars síðasta leik tímabilsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Sneijder er lykilmaður í liði Hollendinga og fær það hlutverk að stjórna sóknaruppbyggingu liðsins.

"Í hreinskilni sagt, þá er ég ekkert þreyttur. Ég er búinn að finna alveg nýju orku innan í mér. Það er frábært að taka þrjá titla eftir tímabilið heim til Hollands, en ég er hungraður í meira."

Sneijder vill að liðið læri af Evrópumótinu árið 2008 þar sem það vann bæði Ítalíu og Holland í riðlakeppninni en tapaði svo fyrir Rússum í átta liða úrslitum. "Við sýndum hvers megnugir við erum á EM. Við fórum út á kjánalegan hátt, en það mun ekki gerast aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×